- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
231

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hveravellir.

231

steiuar, haun heitir Eyvindarhver (13), þar kastast vatnið
2 fet i loft upp miili steinanna. Norðaustur frá þessum hver
er lítill hrúðurhóll, hérumbil 4—5 fet á hæð og 12 fet að
þvermáli; þar eru smáholur i hólnum og hafa þar eflaust
áður þotið gufur upp um götin, niðri í holunum er 91°
hiti. Pessi stryta hét áður Öskurh ólshver. Þegar Eggert
og Bjarni komu á Hveravelli 1752, heyrðist úr þúfu þessari
stöðugt öskur og þytur mikill af gufunni, sem út fór um
hin krókóttu op, og þegar E. Henderson kom þar 1815,
öskraði hverinn enn sem fyr, en nú er hann fyrir löngu
hættur öllum óiátum.

Stuttan spöl fyrir austan Öskurhól er eystri bungan,
þar eru hverirnir stærstir, og svo er bungan nærri þrisvar
sinnum stærri en hin vestri. Par er fyrst stór og fagur
hver, sem heitir Bláhver, hann er 12 álnir að þvermáli
og ekki ósvipaður Blesa hjá Geysi að útliti, en töiuvert
stærri; skálin er mjög regluleg og barmarnir með
marg-vislega löguðu kisilkögri, vatnið er himinblátt á að lita,
hitinn var hjá börmunum 82°; hverinn gýs ekki, en
suðu-bungur sjást oft í miðjunni. Litlu norðar er önnur skál (14),
töluvert minni, i henni er ljósgrænt vatn og gul
brenni-steinsrönd fram með börmunum, hitinn er þar líka 82°.
Fyrir norðan græna hverinn eru tveir hverir (15, 16), hinn
vestari með óreglulegu opi úr gráu hverahrúðri og er þar
hitinn milii gosa aðeins 67°; á hinum eystri er goskeilan
flatvaxin, 15 fet að þvermáli, hitinn milli gosa 89°. Pessir
hverir gjósa með hálfrar til heillar klukkustundar millibili.
Efst á bungunni, hérumbil 10 álnir fyrir sunnan Bláhver,
eru Bræðrahverir, það eru tveir stórir hverir, sifelt
gjós-andi og gjósa báðir undir eins, og heyrist uslið og buslið i
þeim langar leiðir, vatnsmegin þeirra er mikið, en vanalega
fara vatnsstrokurnar ekki hærra en 7—10 fet. Vatnið frá
þessum hverum streymir altaf stöðugt niður
hverahrúðurs-bunguna i allar áttir; bullandi hveraholur litlar eru i
röð-um fyrir neðan þá og alstaðar sýður og þýtur niðri í jörðu
Milli þessara tveggja miðhvera er ekki nema 4 álna bil.
Fyrir austan og neðan þessa hveri er Gamli Strokkur,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0243.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free