- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
232

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

220

Hverir og laugar. 232

strokkmynduð hola, 2 fet að þvermáli, og i henni vatn með
aðeins 37° hita. þó sjóðandi hverir séu alt i kring. I
horn-inu á hverahrúðursbungunni, fyrir norðan þenna strokk,
eru tvær stórar og fagrar hveraskálar (19, 20), hin eystri er
fegri, mjög djúp og gulgrænar hrúðurmyndanir á botni.
Par nærri, i miðjum kilnum, er mjög vatnsmikill hver (21),
sem gýs i sifellu 2—3 fet í loft upp. Hér höfum vér aðeins
nefnt stærri hverina, en auk þess eru fjöldamörg sjóðandi
smáaugu. Hin stóra hverabunga er öll bygð af þunnum
hverahrúðurslögum og að ofan er hrúðurinn viða svo tær,
gljáandi og glampandi einsog ising lægi yfir öllu. Norður
af Bláhver liggur viða ofaná seigt, kvoðukent efni, einsog
ljósmóleitt soðhlaup, sem má rifa i spildum ofan af hinum
harðara hrúðri; skán þessi er kisilmyndun sú hin
einkenni-lega, sem fyr var getið. Hverahrúðursbungurnar báðar eru
rúmlega þrjár dagsláttur að flatarmáli, en auk þess eru hér
i nánd margir smærri hrúðurblettir með útkulnuðum
hvera-stæðum, sem liklega til samans taka yfir jafnstórt svæði1).

I Skagafirði eru viða jarðhitar allmiklir og virðast þeir
standa i sambandi við bresti i jarðarskorpunni, likt og á
Vestfjörðum. I Vesturdal upp af Skagaíirði eru tvær
laugar nærri Goðdölmn, niður i Jökulsárgilinu, önnur vestan
ár, með ýmsum uppgangsaugum og með 55—65° hita, hin
beint á móti, austan ár, fyrir neðan Bakkakot; utarlega i
Hofsdal eru lika tvær laugar. Hjá Beykjum í
Tungu-sveit eru margar laugar með 61—65° hita, en nokkru neðar
er Skiðastaðalaug (67°) undir melholti í mýrargrafningi,
ennfremur laugar á Steinsstöðum, Reykjavöllum og viðar.
í Reykjahól, fyrh’ neðan Viðimýri, eru hverir og laugar
allmiklar. Heita vatnið kemur upp um hallandi sprungu (N
15° A.) utan i blágrýtishól, sem stendur upp úr
melhjalla-röndinni. I syðsta auganu er heitast 89°, i öðrum auguin
85—87°, en i sumum þó aðeins 50—60°; vatnsmegin er

’) Um Hveravelli hefi eg skrifað sérstaka ritgjörð: „De varme
Kilder paa Hveravellir i Island". Ymer. Stockholm 1889, hls. 49-59.
Með uppdrætti.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0244.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free