- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
234

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

220

Hverir og laugar. 234

hlíðinni, i heitasta auganu eru 55°; heita vatninu er veitt i
skurðum um engjar og á Litlu-Laugum kemur ein heitasta
laugin upp í miðjum kálgarði og spretta kartöflur þar
ágæt-lega og standa oft allan veturinn.

I E-eykjahverfi, fyrir suðaustan Stóru-Reyki, eru stórir
sjóðandi hverir i röð frá suðri til norðurs, og eru
aðalhver-irnir þrir. Nyrzti hverinn heitir Baðstofuhver eða
Norðurhver, hann er langstærstur og skál hans 50 fet að
ummáli; nærri honum er annað op miklu minna og aðeins
8 fet að ummáli. I hver þessum eru fagrar kisilmyndanir,
hann sýður og bullar, en gýs eigi nema fyrir óveður, að
sagt er! og þá gaus hann fyrrum 8 álnir i loft upp. Tvö
hundruð skref frá Baðstofuhver er hinn nafnkunni
Uxa-hver, skál hans er minni, aðeins 16 fet að ummáli, en hann
gaus fyrrum hátt og titt, með reglulegum millibilum,
jafn-vel 15—20 álnir, að sagt er, en hann hætti gosum eftir
landskjálftann á Húsavik 1872. Vanalega mun Uxahver
eigi hafa gosið hærra en 10—16 fet. Priðji hverinn er 300
skref fyrir sunnan Uxahver, hann heitir Syðstihver, á
honum eru tvær holur með 2 álna millibili, syðra opið er
sisjóðandi, en hitt hvildi sig 3—4 mínútur milli gosa, sem
voru 3—4 álnir á hæð. Nú munu hverir þessir allir vera

hættir gosum1).

t

I vogum Mývatns er fjöldi af volgum uppsprettum,
emkum kringum Reykjahlið, og i Stórugjá, fyrir austan
bæinn, eru laugar með 30—40° hita. Langt uppi á öræfum,

’) Hér heti eg mest farið eftir F. A. L. Tlnevemann: (Reise in
Is-land. Leipzig 1827, bls. 266— 269); sjálfur hefi eg ekki rannsakað hveri
þessa. Annars er hverum í Reykjaliverti víða lýst, en lýsingunum
ber ekki vel saman. Hollendingurinn C. G. Zorgclrager
(Landfræðis-saga II, bls. 332—333) lýsti þeim fyrst, og það mjög vel, liann kom
þangað 1699. Pá er hverunum ennfremur lýst hjá N. Horrebow
(Til-forl. Efterr. om Island 1752, bls. 55—57), O. Olavius (Oekonomisk Reise
1780, bls. 367, 702), N. Mohr (Forseg til en islandsk Naturhistorie 1786,
bls. 378-379), Eggert Ólafsson (Rejse gjennem Island 1772, bls.
640-641). E. Henderson (Iceland 1818,- bls. 141-146). Jón Benediktsson
sýslumaður segir 1747 að TJxahver gjósi 40—50 faðma(!) og er það
mjög ótrúlegt (Landlræðissaga II, bls. 268).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0246.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free