- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
236

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

236

Ölkeldur.

heitasta augann var 1895 44° hiti, en 30—40° i hinum;
sunnan ár, beint á móti, eru samskonar laugar i klöppunum.
í Skaftafellssýslum eru hvergi laugar nema i Jökulfelli
i Öræfum, sem gengur fram á milli Skeiðarárjökuls og
Mors-árjökuls. Utarlega i fellinu gengur ljósleitur liparitgangur
gegnum blágrýtisklappir, og á takmörkum gangsins eru volg
vatnsaugu, og renna frá þeim smálækir með slýi; í heitasta
auganu var 1893 60° hiti, i öðrurn holum 50—55°.

Ölkeldur eru til nokkrar á Islandi, einkum á
Snæfells-nesi, en fiestar eru þær smáar og vatnslitlar, þær eru mjög
breytilegar og hverfa stundum gjörsamlega. Olkeldur eru
þær uppsprettur kallaðar, sem innihalda töluvert mikið af
kolasýru, er samlagast hefir vatninu niðri i jörðu, og ólga
þær þvi, er þær koma upp, og kolsýran leysist úr læðingi.
Ölkeldur eru dálitið súrar á bragðið og innihalda stundum
ýms uppleyst jarðefni. Islenzkar ölkeldur eru kaldar eða
litið heitari en meðalhiti ársins á þeim stað, þar sem þær
koma fram, þær eru oft nokkurskonar kaldavei’sl með
kola-sýru, sem koma djúpt úr jörðu og standa ef til vill i
sam-bandi við útkulnaða jarðhita. Kolasýrukeldur verka oft
mjög leysandi á bergtegundir og setjast þá ýms efni
úr vatninu, en litið ber á þessu við islenzkar ölkeldur, fá
efni virðast vera i þehn, enda eru bergtegundir þær, sem
þær fara í gegnum, þess kyns, að kalt kolasýruvatn hefir
fremur lítil áhrif á þær. Ölkeldur á Islandi hafa enn litið
verið rannsakaðar1), enda eru þær fiestar smásmiði i
saman-burði við sumar ölkeldur i öðrum löndum. I fornöld voru
ölkeldur taldar með undrum á íslandi og er þeirra viða

t t
A seinni hluta 18. aldar, þegar svo margt var gert Islandi til

viðreisnar undir umsjón Jóns Eiríkssonar, var íslenzkt ölkelduvatn líka

rannsakaft fyrir tilstilli hans, en þær rannsóknir eru nú að mestu

úreltar. Uni J»ær má lesa i 0. Olnvius: Oekon. Rejse, bls. 305—318.

.7. C. Tode’s Sundhedsblade 1786, bls. 140-222. Nyeste kjebenhavnske

Efterretninger om lærde Sager 1787, bls. 646—652. Eggert ólafsson

hefir ennfremur ritað um ölkeldur í ferðabók sinni, bls. 296—304.

Sbr. Kvæði E. O. bls. 93. Mackenzie lét líka rannsaka ölkelduvatn af

Snæfellsnesi (Travels in Iceland. bls. 397-401)-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0248.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free