- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
239

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Breiinisteinsnámur.

239

upprásina, en að innan sýður einsog i grautarpotti, blöðrur
kastast upp og springa og leirgusur spýtast upp á barmana.
Leirgrauturinn er oftast blásvartur eða blágrár, en getur
lika haft ýmsa aðra liti, eftir efnasamsetningu jarðvegsins.
Margir leirhverir eru smáir, nokkur fet að þvermáli, en
sumir eru stórir, t. d. í Reykjahliðarnámum, þar er einn
grautarpotturinn, myndaður af sambræðslu 8 minni leirhvera,
37 fet á lengd og 12 fet á breidd.

Leh’inn i kringum brennisteinshverina er vanalega hvitur,
gulur, rauður eða gráblár og innan um hann eru viða stór
stykki af gipsi og á einstöku stað (t d. i Krisuvik og við
Kröíiu) er svolitið af grænleitum koparblendingi (Brochantit);
við námurnar er lika mikið af hverasalti (Halotrichit)
það er járnálún, sem myndar skorpur á yfirborði.
Mó-bergið er orðið ummyndað í leir og innanum leirinn eru
hraunmolar, sem i þvi hafa verið, sundursoðnir og
upp-litaðir. Sumstaðar, þar sem miklar brennisteinsgufur koma
úr jörðu, eru brennisteinsnámur. Par sem
brenni-steinsvatnsefni streymir upp úr holum, sundurliðast það i
sama vetfangi sem það blandast andrúmslofti og
brenni-steinninn fellur frá. Pá myndast smáhrúgur af brennisteini
kringum uppgangsopin. Pessar litlu brennisteinsþúfur eru
fiatvaxnar og vanalega 1—3 fet að þvermáli og 2—6
þuml-ungar á þykt; úr örlitlu opi i kolli þúfunnar steymir gufan
upp, en utanum þúfuna er gráleit skorpa af leirdusti, sem
á hana hefir fokið, og undir henni myndast brennisteinninn.
Þar sem aðstreymi gufunnar hættir. eru kaldar
brennisteins-þúfur eftir (kaldar námur) og séu þær teknar, myndast
eng-inn nýr brennisteinn, það verður aðeins þar sem
brenni-steinsvatnsefnið stöðugt streymir upp (heitar námur).
Brenni-steinshrúgurnar myndast aðeins þar sem þurlent er, en þar
sem vatn það, sem með gufunum kemur úr jörðu, eigi fær
afrensli, myndast sjóðandi grautardallar1).

t

’) Um brennisteinsnámur á Islandi sjá F. Johnstrup: Om de
vul-kanske Udbrud og Solfatarerne i den nordostlige Del af Island
(Natur-historisk Forenings Festskrift, Kbhvn. 1886). R. ÍTr. Bunsen: Ueber

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0251.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free