- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
243

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Brennisteinsnámur.

243

rauðar, bleikar o. s. frv., og á ótal stöðum koma þar upp
reykir úr holum og skorum, og leggur þaðau mikla
breuni-steinssvælu; i einu gilinu er Snorrahver, stór leirhver
með bláleitum leirgraut í ílatri skál, sem er um 10 faðmar
að þvermáli. Gl-ufuhverir eru þar margir, sumir með
mikl-um þyt og orgi, leirhverir eru óteljaudi, með vmsum lit,
og kastar einn þeirra leirgraut 5—6 fet i loft upp og hefur
myudað leii’hring 10—20 feta háan kringum uppvarpið.
Yfirleitt er þetta hverasvæði lang-stórkostlegast og
marg-breytilegast af öllum þeim brennisteinshverahópum, sem
til eru á Islandi, en brennisteinsmyndun virðist eigi vera
þar mikil1). I Torfajökli eru viða brennisteins-og
gufu-hverir i giljum og skorum og sumstaðar jafnvel upp úr
fönnum, en lítt hafa þeir verið rannsakaðir. A
Landmanna-afrótti, norðvestui’ af jöklinum, eru lika allmargir
brenni-steinshverir. Par sem Laugahraun hefir runnið niður
hliðina hjá Námskvisl stendur upp stór gufumökkur; þar er
hvilft nokkun’a faðma löng, og í henni fjöldamargar holur,
þar er alt sjóðandi og hvinandi og myndast þar töluvert
af brennisteini kringum holurnar og sprungurnar, og viðar
eru þar smærri brennisteinspyttir i hliðunum. Norðar, við
Frostastaðavatn, eru Suðurnámur og eru þar allmargir
gufuhverir með brennisteinsskellum, sundirrsoðnum og
marglitum leir o. s. frv. A öllum þessum stöðum er líparit
aðalefni fjalla.

Mestu brennisteinsnámurnar eru fyrir norðan, i
Ping-eyjarsýslu, og eru Hliðarnámur frægastar. Hliðarnámur
eða Reykjahlíðarnámur eru austur af Mývatni, utan i
Námufjalli, einkum að austan. Námufjall er nærri 1600
fet á hæð yfir sjó og á þvi hið efra jafnhliða hryggir eða
kambar, tveir eða fleiri; fjallið er gróðrarlaust, bert og
veðrað og mjög sundursoðið af hveragufum. I Námufjalli
er lagskift móberg og þussaberg, sem viða hefir á yfirborði

») Andvari XV. 1889, bls. 84-88. Tli. Thoroddsen: Neue
Solfa-taren und Sclilammvulkane in Island. (Das Ausland, 62. Jahrg.
Stuttgart 1889, bls. 161-164).

16*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0255.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free