- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
244

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

244

Breiinisteinsnámur. 244

breyzt í ljósleitar, gular, bleikar og rauðar leirtegundir.
Hátt og lágt í fjallinu eru smáir og stórir
brennisteins-hverir og mislitar leirskellur, þó mest sé af þessu austan
i fjallinu. Námurnar eða brennisteinsþúfurnar raða sér
yfirleitt i jafnhliða ræmur frá suðri til norðurs, og stendur
það líklega i sambandi við sprungur i jörðu, því upp um
þær hafa hveragufurnar hægasta framrás. Brennisteinninn
er mestur austan i miðju Námufjalli, einkum við tvær
skorur sem þar eru, og fram með hrauninu, austan við
fjallið. A sléttunni rétt fyrir neðan Námufjall, 1160 fet
yfir sjávarmáli, er helzta samsafnið af brennisteinshverum
og sjóðandi leirpyttum, og er jörð þar öll sundursoðin og
aðgæzluverð fyrir þá, sem fara þar um. í*ar voru (1876
og 1884) átta stórir leirpyttir og margir smáir; hinir stóru
voru myndaðir af mörgum sambráðnuðum grautardöllum
með sameiginlegum leirgarði i kring. Einn af hinum
stærstu, sem hafði þrjár sjóðandi leðjuholur, var 22 fet á
lengd og 18 fet á breidd um miðju, en leirgarðurinn i
kring var 8 feta hár. Annar var 37 fet á lengd og 12 á
breidd með 8 suðuaugum. Hitinn á yfirborði hinna stærri
pytta var 89°, en 94° í minni leirhver1). Leirpyttir þessir
eru allir mjög ógeðslegir, sivellandi með fýlu og
reykjar-svælu. I Bjarnarf lagi, milli Námufjalls og Reykjahliðar,
eru nokkrir brennisteinshverir og brennisteiusskellur og
eins i Hithól norður af Dalfjalli og austan i
Leir-hnúk, nærri gígaröðinni miklu. Eldgigurinn Yiti, vestur
af Kröfiu, var, eins og fyr heíir verið á drepið, vellandi
leirtjörn, þangað til fram undir 1845, en nú er þar tjörn
af kyrlátu vatni. Suður af Víti er gilskora allstór og í
henni fjöldi brennisteinshvera, gufu- og leirhvera, og er
jarðvegur þar allur sundursoðinn; töluvert er þar af
brenni-steini.

!) F. Johnstrup: Yulk. Udbrud og Solfatarer i det nordostlige
Island, bls. 44—45. Eftir rannsóknum F. Johnstrups voru 1871 í
Hlíðarnámum 3000 brennisteins])úfur með hér um bil 7— 800 tíu
fjórðunga vættum af hreinum brennisteini; í Fremrinámum voru
1200 |)úfur með 300 vættum brennisteins. S. st. bls. 51.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0256.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free