- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
245

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Breiinisteinsnámur. 245

Fyrir sunnan Reykjaheiði, hér um bil 4 milur norður
af Mývatni, eru Peistareykir; þar eru
brennisteins-námur vestan undir Bæjarfelli (1759’), en það er i
fjall-garði þeim, sem heitir Peistareykjafjöil, en norður af því
er Ketilfjall. Undir Bæjarfelli (á 1070 feta hæð yfir sjó)
og utan i þvi sjást miklir reykir úr gilskorum og lautum,
og þar eru mislitar leirtegundir, eins og vant er i kring
um brennisteinshverina, en viðast er leirinn þó rauður;
þar eru viða grunnar skálar með rauðum leir og
hvit-gráum hveraskorpum, en sumstaðar urgandi og sjóðandi
hveraaugu; sumstaðar eru dökkbláir og blágrænir
leir-hverir, sumstaðar gufustrokur upp um holur og sprungur;
hverasalt er þar víða og töluvert af brennisteini. Mestar
eru námurnar undir fjallinu, en þó eru nokkrir
námu-blettir uppi i þvi og fáeinir i miðju Ketilfjalli. I fyrri
daga fóru bændur lestaferðir á Þeistareyki1) og tóku þar
brennistein, sem þeir seldu á Húsavik; milli 1880 og 1890
fengust Englendingar þar eitthvað við brennisteinsnám,
sem ekki varð að neinum notum, enda eru námur þessar
fremur iitlar.

í Odáðahrauni, rúma milu austur af Bláfjalli, eru
Fremrinámur, 2800—3000 fet yfir sævarmáli, utan i
eldgig þeim, sem heitir Ketill, og hefir hans fyr verið
getið. Brennisteinshverirnir eru utan i gignum og i botni
hans, og nokkrir eru lika kringum annan gamlan gig
norðar. Par eru mislitar leirtegundir og töluvert mikið

Jörðin Peistareykir heyrir undir Múlaprestakall og íiutti
al-þýða manna þaðan fyrrum brennistein til Húsavikur án alls
endur-gjalds til prests eða leiguliða, þangað til Múlaprestur bannaði 1792.
Varð þá sú miðlun á málinu, að bændur borguðu 8 skildinga fyrir
hverja vætt, helming Múlapresti, hinn helming ábúanda á
Þeista-reykjum. En 1816 tók bóndi þe3si sjálfur að nota námurnar og
bann-aði öðrum. Verzlunin Orum og Wulff á Húsavík hafði þá á leigu
brennisteinsverkið og námurnai’ í Pingeyjarsýslu, sem voru
konungs-eign, og fékk verzlunin rentukammerbréf fyrir því, að
Peistareykja-námur heyrðu undir þeirra leigumála eins og aðrar námur í [-s}’sl-unni.-] {+s}’sl-
unni.+} Ur þessu varð mál, sem gekk til allra rétta, og 1823 dæmdi
hæstiréttur Múlaprestakalli fullan eignarrétt á íJeistareykjanámum.
Klausturpósturinn V. (1822) bls. 191-195; VI. (1823) bls. 74.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0257.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free