- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
248

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Breiinisteinsnámur. 248

Arið 1786 lét stjórnin frambjóða brennisteinsverkið á
Húsa-vik til leigu1) og 1811 tók verzlunin á Húsavik að sér
hreinsunina og námurnar gegn 100 dala eftirgjaldi og 20
dölum i lóðartoll til prestsins; þessi leigumáli var 1831
framlengdur um 20 ár með þeim skilmála, að verzlunin
mætti eingöngu selja brennisteininn i Danmörku2). Arið
1852 var ákveðið, að námurnar skyldu fá að hvila sig,
þvi illa hafði verið farið með þær að undanförnu, og
fékst leigumálinn ekki framlengdur, og voru þá
brenni-steinshúsin á Húsavik seld við opinbert uppboð3). Stóð
svo i 20 ár, að ekkert var tekið úr námunum, en 1872
voru þær leigðar Alfred G. Lock, Englendingi, um 50 ára
timabil4). Englendingar létu þá eitthvað vinna i námunum,
en það gekk skrikkjótt og reglulitið og borgaði sig ekki.
A. Lock afsalaði rétti sinum til námanna til félags eins i
Lundúnum 1882, en það varð gjaldþrota (1885) og féll þá
tryggingarfé það, er samkvæmt samningnum hafði verið
sett fyrir skilvisri borgun á afgjaldi fyrir námurnar (10
þús. kr.), i landssjóð.

A fyrri öldum, meðan brennisteinn var i mjög háu
verði, var kappsamlega unnið að þvi, að tæma hinar
is-lenzku námur, og hafa eflaust margar þeirra svo að segja
verið þursleiktar, alt tekið sem til var. I fornöld hafa
námurnar eflaust verið margfalt brennisteinsrikari en nú,
og jafnvel á 17. og 18. öld og á fyrri hluta 19. aldar sést
á reikningum, að brennisteinsforði og útflutningar eru svo

») Lovsamling for Island V.. bls. 815, 329. 454.

2) Brennisteinsverðið var þó á þeim árum hærra í Danmörku en
erlendis; tiu fjórðunga vætt kostaði í Danmörku 5 rd. til 5 rd. 64 sk.,
en á Englandi og Frakklandi 4 rd. til 4 rd. 48 sk. Lovs. f. Isl. XV..
bls. 90.

3) Lovsamling for Island IX., bls. 701—703, 758 -760; XIV., bls.
571; XV., bls. 211.

4) Lovsamling for Island XXI., bls. 432—436. Tíðindi um
stjórn-armálefni Islands III.. bls. 459—463. A. G. Lock átti að borga eftir
námurnar 50 p. St. fyrsta árið, og svo 10 pundum meira næstu 4 ár,
en úr því 100 pd. St. (1800 kr.) á ári; auk þess varð hann að setja
5000 rd. tryggingu Alþingi haí’ði farið fram á miklu hærri
leigu-mála, sem ekkert vit var í.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0260.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free