- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
249

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Breiinisteinsnámur.

249

miklir, að meiru nemur en nú er til i öllum námunum.

r

A landnámstíð hafði eliaust mjög mikill brennisteinn
safn-ast fyrir um margar aldir, og þann forða voru menn að
nota fram á 19. öld, en þegar búið var að taka hinn
gamla brennistein, gekk það eðlilega seinna að nyr
brenni-steinn myndaðist i skarðið, náttúran hafði eigi við. Nú
hafa námurnar hvilt sig um stund, svo liklega hefir
brenni-steinninn aftur aukist i þeim nokkuð. Nærri allur
brenni-steinn, sem nú kemur á heimsmarkaðinn, fæst frá Sikiley.
Par eru kaldar námur fornar frá fyrri jarðöldum1), svo
miklar og auðugar af brennisteini, að islenzkar námur eru
alveg hverfandi og einskisvirði i samanburði við þær;
auk þess eru vinnulaun þar svo lág, að engin samkepni
er hugsanleg. Siðan var farið að vinna þessar námur,
hefir brennisteinn mjög fallið i verði; brennisteinsnám á
Islandi hefir þvi nú um hálfa öld alls ekki borgað
kostn-aðinn, og þegar islenzkar námur hafa verið unnar i seinni
tið, hefir það oftast staðið í sambandi við gröðabrall i
hlutabréfum.

/

X. Stutt ágrip af jarðfræði Islands.

1. íslenzkar bergteg-undir.

Blágrytisfjöllum og móbergsfjöllum hefir fyr verið lýst
(IV. kafii l.kap.); þessar tvær bergtegundir einkenna
aðal-lega myndun landsins og hafa svipaða útbreiðslu á
yfir-borði. Grundvöllur Islands er að öllum likindum alstaðar
blágrýti, en um miðju landsins hverfur þessi bergtegund
undir afarþykkum molabergsmvndunum, hraunum, jöklum
og isaldarruðningi. Jarðfræðisuppdrátturinn sýnir, að blá-

*) A. v. Lasaulx: Beobachtungen in den Schwefeldistrikten von
Sicilien (Neues Jahrbuch fur Mineralogie 1879. bls. 490—517).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0261.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free