- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
252

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

252

Islenzkar bergtegunclir.

hægt að sjá hin einstöku korn nema i sjónauka. Stundum
er svo mikið af olivini i fmsum basalttegundum, að það
verðTir aðalefnið; stundum verður blágrýtið að dílagr/óti,
þegar einstöku feldspath-krystallar, mjög stórir, eru dreifðir
um grjótið, hvitar dröfnur á dökkum grunni.

Gerð blágrýtisins getur verið mismunandi á margan
hátt, sumt klýfst i þunnar fiögur, sumt er gjallkent, holótt,
þétt, veðrað á ýmsan hátt, klofið i kólfa eða stúfa, súlur,
margstrenda stuðla eða ferhyrnd stykki. Af þessu leiðir.
að blágrýtisfjall, sem i sjálfu sér virðist vera ljótt og
til-breytingarlaust, sýnir margbreytni i hinu einstaka, þegar
að er gáð. Af seguljárni er oft svo mikið i hinu
is-lenzka blágrýti, að það hefir töluverð áhrif á segulnálina,
og er þvi ekki altaf hægt að reiða sig á hana i
fjalla-ferðum. Stundum er blágrýti glerað eða þakið glerskán
(tachylyt), helzt i göngum, þar sem blágrýti hefir brotist
úr jörðu gegnum þröngar sprungur; þó sést þetta
basalt-gler stundum lika á yfirborði blágrýtishrauna,
Oiivin-krystallarnir eru oft stórir, einkum i dóieriti, og hafa þá
málmgljáa, i þéttu blágrýti er minna olivin og stundum
vantar það aiveg. Stundum eru dilar i blágrýti af
feld-spathtegund þeirri, sem heitir anorthit. Vestan til i
Hrapps-ey á Breiðafirði eru hvitir klettar úr eintómu anorthitbergi,
og víðar eru til ýms afbrigði bergtegunda, sem hér verða
eigi talin. Innihald hins islenzka blágrýtis af kisilsýru
liggur vanalega á milli 47°/o og 53° o, eðiisþyngdin er
2.77 til 3.05.

Blágrýtið hefir oft dregist saman i stuðla við kólnun-

r

ina, heitir þá shiðlaberg og er það mjög algengt á Islandi.
1 blágrýtislögum standa stuðlarnir upp og niður, i göngum
eru þeir liggjandi, af þvi þeir altaf standa lóðrétt á
kóln-unarfiötinn. Stöku sinnum eru súiurnar ýmislega bognar.
1 móbergi ög þussabergi eru oft innskotslög, margkvislaðir
gangar, keppir og kúlur af blágrýti og þar standa súlurnar
alla vega. oft raðaðar i rósir kringum op i miðjunni.
Biá-grýtisstuðlar eru oft sexstrendir, stundum þri- eða
fjór-strendir. Oft skiftast súlurnar i þunnar plötur eða liði

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0264.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free