- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
261

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Líparít.

261

blágrýtis og líparits. Sumir eru algjörlega hnöttóttir og á
stærð við byssukúlur, en flestir eru svo gerðir, að margar
kúlur eru vaxnar saman eða smákúlur margar eru vaxnar
út úr einni stórri, sumar eru holar og smáar; iiestar eru
kúlurnar úr kvartsi, og innan i þeim ganga geislarnir eins
og þræðir út frá einum miðpunkti. Að utan eru kúlurnar
sumar rauðar, sumar grænar, en liturinn er aðeins
buncl-inn við þunna skán og steinninn er hvítur að innan.
All-viða dregst líparitið saman í smákólfa eða stuðla, sem þó
aldrei eru eins reglulegir eða jafnstórir einsog blágrýtis-

Þ. Th. fot.

112. mynd. Hvítserkur við Húsavík í Norður-Múlasýslu;
fjallið úr líparíti og hvítri og bleikrauðri líparít-samryskju, en svartir

gangar og innlög úr blágrýti.

súlur; vanalega eru slikir líparítkólfar ekki meira en ^/2 — l1/^
fet á lengd og hinar allrastærstu liparitsúlur 2 til 3 álnir,
og eru þær mjög sjaldgæfar. Yanalega klofnar líparitið i
smáhellur og líparitfjöll eru oftast þakin urmul af
hellu-brotum; yfir lausaskriður i slikum fjöllum er mjög erfitt að
fara, því alt er þar laust og kvikandi undir eins og komið
er við það. Allviða sjást millilög af túffi og breccíu., mynduð
af sundurbrotnu og ummynduðu lipariti og vikurdusti. Mörg
liparitfjöll bera vott um mikil áhrif af hveragufum, en þó
eru nú óviða lifandi brennisteinshverir nema í Torfajökli

r

og Kerlingarfjöllum. I sundurliðuðu líparíti eru mjög víða

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0273.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free