- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
263

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Líparít.

263

Líparíthlíðar að sjó, seni brimið heíir brotið, eru oft
mjög einkennilegar útlits, af þvi þær eru samsettar af
mörg-um mislitum afbrigðum liparits og skyldra bergtegunda og
gegnumklofnar af kvisluðum göngum. Slík björg eru
al-gengust á Austurlandi (Dalatangi, E-auðubjörg við Yiðfjörð,
Barðsnes o. fl.); liparitið er þar með fmsri gerð og fmsum
lit, en liparittúff og breccia á milli; þá eru þar einnig
milli-lög af hrafntinnu, biksteini og perlusteini og margkvíslaðir
gangar af blágrýti og biksteini, svartar æðar á ljósum grunni.
Þess var áður getið, að liparit tekur tiltölulega yfir mjög
lítið svæði af öllu flatarmáli Islands (varla meir en 0,8°/o);
óviða eru stór fjöll eða heil héruð úr þessari bergtegund,
oftar kemur liparitið fram í innlögum og göngum
mismun-andi löguðum i blágrytis- og móbergsfjöllum; hin glóandi
liparítleðja hefir þrýst sér inn á milli laga eða fylt tóm
rúm i eldri fjölliun. Sumstaðar eru sérstök strýtumynduð
fjöll úr þessari bergtegund, t. d. Baula við Norðurárdal.
Sandfell i Fáskrúðsfirði, Hliðarfjall við Mývatn, Hvítserkur
við Borgarfjörð eystra, Drápuhliðarfjall o. fl.; sumstaðar eru
leifar blágrýtislaga utan i fjöllum þessum, hallandi niður
hliðarnar, sumstaðar eru þau gegnumofin af margkvisluðum
blágrýtisgöngum. Oft eru blágrýtisfjöll og móbergsfjöll
óregluleg og umturnuð nærri líparítinu, liklega af hita og
afli eldleðjunnar, þegar hún hefir neðan að verið að
brjót-ast inn í fjöllin; sumstaðar hafa greinar og kvislar úr
aðal-fúlgu líparitsins brotist inn i sprungur og rifur blágrýtis
og móbergs, sem ofan á liggur. Aldur liparitsins er mjög
örðugt að ákveða, enda er hann mjög mismunandi;
liparit-gos hafa orðið á öllum timum i jarðsögu landsins og hafa
haldist við fram á vora daga; þó hafa menn ekki vissar
sögur af myndun liparit- eða hrafntinnuhrauna siðan á
landnámstið, en sum eldfjöll hafa gosið líparítvikri, t. d.
Askja og Oræfajökull. Flestir liparitgangar og innlög hafa
líklega myndast við innskotsgos í jarðskorpu, án þess þau
kæmu fram á yfirborðið, en síðan hafa áhrif vatns og jökla
leitt þau i ljós.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0275.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free