- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
264

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

264

t

Islenzkar bergtegunclir.

Gabbró er sjaldgæf bergtegund á íslandi, granitkent

grjót, sem vanalega i öðrum löndum er talið til miklu eldri

jarðmyndana en til eru á Islandi. Helztu steinefnin i gabbró

eru feldspath (labrador) og ágit (diallag). Gabbró er hvergi
t

til á Islandi í föstu bergi svo menn viti með vissu nema
austur við Papós, einkum i Yestrahorni, en þó lika ásamt
granophyr i Eystrahorni. Liklega er þó töluvert til af
berg-tegund þessari undir jöklum, þvi hnuiiungar af henni eru
talsvert aigengir á söndum í Skaftafellssýslu, bornir fram
af stóránum einhversstaðar innan úr jöklum. Mest er af
gabbróhnullungum á Breiðamerkursandi, fram með
farveg-um Jökulsár og Breiðuvatna. ennfremur hafa þeir fundist
á Steinasandi. Heinabergssandi, Skeiðarársandi og viðar.
Grabbróbergin i Yestrahorni eru há og hrikaleg, viða slétt
og einsog ein steypa án lagskiftingar, en urðir stórgerðar
fyrir neðan. Gabbróið er þétt og hart, en mjög
mismun-andi að gerð, smágert og stórgert og sumstaðar i þvi
marg-kvislaðar æðar. Ofan á gabbróinu i Yestrahorni er blágrýti,
i Klifatindi og viðar, en sumstaðar liparit milli þessara
bergtegunda; bæði i blágrýtinu og gabbróinu eru
liparit-gangar og blágrýtisgangar i gabbróinu; undir þvi sýnist
lika vera blágrýti sumstaðar, svo gabbróið er liklega
inn-skotsgrjót i blágrýtismyndunum; þó er þetta enn eigi
rann-sakað til hiitar. I Eystrahorni er um miðjuna gabbró, utar
granophyr og eru þessar bergtegundir, ásamt lipariti og basalti,
margvislega samantvinnaðar.

Móberg. Miðbik Islands er myndað af molabergi með
ýmsu eðli og samsetningu og hefir það alt i einu lagi verið
kallað móbergsmyndun eða palagonit-myndun; ekki hefir
þar enn til fulls tekist að greina í sundur hin ýmsu jarðlög,
sem eru mjög mismunandi að aldri og útliti. J\Ióberg kalla
tslendingar það, sem útlendingar nefna »túff«, og er það
sendinn steinn, fremur smákornóttur og oftast laus i sér;
þussaberg kalla menn það, sem útlendingar nefna »brecciu«,
en sumir Jslendingar kalla það »samryskju«. Móberg og
þussaberg eru upprunalega ekki annað en eldfjallaaska,
eld-fjallagrjót og gjall. I móberginu eru yfirleitt sömu efni

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0276.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free