- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
265

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Móberg.

265

einsog i blágrýtinu, smámulin og orðin að dusti. en
gler-aðir og eldbrunnir hraunmolar innan um, stundum vikur,
gjall, hraunslettur og steinkúlur; alt þetta rusl loðir saman
og er orðið að linu eða hörðu bergi; stundum er móbergið
lagskift, stundum er engin skifting sjáanleg. I hinu
is-lenzka móbergi eru óteljandi korn af gulleitu eða mórauðu,
fitúgljáandi steingleri. sem er kallað palagonit, og af svörtu
gleri (tachylyt eða sideromelan); oftast er þetta alt bráðið

113. mynd. Höfði úr móbergi og þussabergi. (Vestmannaeyjar).

saman við öskuna og gjallið og alt orðið einn eldbrunninu
sori. Fyrrum héldu menn að palagonitið væri sérstök
stein-tegund, en við nánari rannsókn hefir sézt, að það er aðeins
ummyndun á basaltglerinu eða tachylytinu, komin fram við
áhrif lofts og lagar1). Þussabergið er samsett af sömu
efn-um eins og móbergið, en i þvi eru smáir og stórir
hraun-steiuar á við og dreif, hornóttir og ólögulegir; eðli og efni
molanna er mismunandi, og þar af leiðir að þussaberg og

») Landfræðissaga IV., bls. 161—164.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0277.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free