- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
266

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

266

r

Islenzkar bergtegunclir.

móberg hefir ótal afbrigði með ýmsnm lit og útliti; þó er
mórauði liturinn algengastur á þessum bergtegundum;
stund-um eru móbergsklettar þó gráir. gulir eða rauðir með
yms-um blæ. Ummyndanir móbergsins eru óteljandi og oft er
það gegnumofið af geislasteinsæðum, draugasteinsmyndunum.
kalki o. fi. Stundum er móbergið samsett af eintómum
rauð-um og gulum glerögnum, krystöllum og krystallabrotum,
stundum eru i því stórir, lausir krystallar af anorthit og
olivin; stundum er móbergið varla annað en eintómir rauðir
gjallmolar, stundum fult af smágjörðum liparítvikri eða
basaltgjalli. Molarnir i þussaberginu eru mjög mismunandi
að stærð, stundum heil björg; oftast eru molarnir úr
vana-legu hrauni eða blágrj;ti, stundum grágrýti og einstöku
sinnum liparit. Smáir hraunmolar i þussaberginu eru oft
gleraðir að utan.

I móberginu eru mjög viða uppskotnir gangar,
hraun-æðar með ótal greinum, sem hafa brotist gegnum bergið
og kvislast innan um það; i því eru ennfremur blágrýtislög
stór og smá, blágrýtishnúðar og kleppar með skásettum og
hringsettum súlum með steingleri utan á og oft er tómt
rúm eða hola í miðju slikra blágrýtishnúða, sumstaðar er
svo mikið af þessu í móberginu, að blágrýtið verður
aðal-efnið, en móbergið að eins þunt tengiefni. Það kemur víða
fyrir, að móbergið hefir eyðst og borist burt frá
inuskots-göngum allavega löguðum, og verða þar skringilegar nýpur
og drangar upp úr móberginu, einsog t. d. Hljóðaklettar
við Svinadal í Kelduhverfi. Gangar þeir, sem myndast hafa
i móbergi, eru auðþektir frá göngum i blágrýtishéruðum;
móbergsgangarnir eru mjög óreglulegir útlits og súlurnar
stefna i ýmsar áttir eða safnast i rósir, en gangar i blágrýti
eru reglulegir og súlurnar vanalega láréttar. Um alment
útlit móbergsfjalla og yfirborðsm^-ndun þeirra hefir f}rr verið
getið (I, bls.- 137—139).

Molabergið, sem myndar belti yfir landið þvert, er yngra
en blágrýtishellan mikla, er kemur fram við strendur
Is-lands að austan, vestan og norðan, og hallast inn undir
móbergið. 011 þessi mikla molabergs-samryskja er mynduð

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0278.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free