- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
270

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

270

Islenzkar bergtegunclir.

veg sama að eðli og útliti, en er yngra, myndar oft
sam-anhangandi heildir yfir stór svæði af yfirborði landsins og
hefir alt aðra stöðu til hinna eldri og yngri jarðmyndana.
Aðaleinkenni og aldurstakmark þessara hrauna niður á við
sést á þvi, að hinir seinustu blágrjtisgangar, sem brotist
hafa i stórhópum gegnum blágrjtishelluna alla á Islandi,
Skotlandi, Irlandi, Færeyjum og Grænlandi, eru eldri,
ganga hvergi gegnum grágrytishraunin eða inn i þau.
Grá-grjtislög eru, einsog fyr var getið, algeng ofan og neðantil
i fjöllum viða i blágrýtishéruðum, sumpart sem innskotslög,
sumpart sem hraunstraumar fornir, en yngstu
blágn’tisgang-arnir hafa brotist i gegnum þessa tegund grágrjtis. Hinir
gráu blágrjtispallar eiga þvi ekkert skylt við hin eiginlegu
grágrjtishraun, en verða að teljast til blágrjtismyndana frá
tertiera timanum. en hin yngri grágrjtismyndun
(dolerit-formation) liggur viða ójafnlaga (diskordant) á þeim.
VÖnt-un eftirtektar á þessu hefir fyr og siðar mjög ruglað
hug-myndir jmsra fræðimanna, sem fengist hafa við jarðfræði
Islands.

Grágrjtishraunin eru auðþekt frá hinum yngri
blágrýtis-hraunum, sem áður hetir verið lýst, á litnum og gerðinni.
Dólerithraunin eru grá eða ljósgrá, gljúp og stórkornótt,
svo greina má vanalega hin einstöku steinkorn með berum
augum, en hin yngri hraun eru oftast þótt og svört í sárið
eða mjög dökk að minsta kosti. Steinefnin (plagioklas, ágít
og magnetit) eru vanalega jafnskift um allan steininn, og
oft er mjög mikið af olivini, sem getur jafnvel orðið
þriðj-ungur grjótsins eða meir, af kisilsýru eru i grágrýtinu
47—49°/o. Stundum er grjótið smágert og klofnar þá i
flögur, stundum með hvitum dilum, stundum með svörtum
glerdröfnum. Grágrýtishraun eru nærri öll helluhraun,
stundum með glöggum öldugárum á yfirborði, en þær eru
núnar burt af jökulgangi á efstu lögunum. Stundum
kem-ur það fyrir, að glöggar isrákir liggja yfir renslisgárurnar
þverar. Grágrýtishraunin hafa alt hraunseðli, neðan á
þeim er oftast rauð gjallskán og blöðrum og holum fjölgar
eftir þvi sem nær dregur yfirborði. A klofnu grágrýti

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0282.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free