- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
274

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

274

Islenzkar bergtegunclir.

en þau fjöll ern flest svo eydcl og sundurskorin, aö þau eru
nú rústir einar, einsog t. d. Botnssúlur og mörg önnur
fjöll. Hafi. sum grágrýtishraun komið úr gigaröðum, þá
eru þær eðlilega horfnar. Bungumynduð eldfjöll úr
eintóm-um grágrýtishraunum hafa haldið sér bezt, á þau hafa
jökl-arnir eigi getað unnið, hafa aðeins sópað gjallinu utan af
þeim og fágað hraunin nokkuð. Eg hefi á Islandi fundið
yfir 20 slikar dyngjur, þær eru að öllu eðli og sköpulagi
mjög svipaðar hinum yngri hraundyngjum, sem áður hefir
verið lýst. Hallinn er alstaðar litill, 1—2° minst, 8—10° mest;
efst á fjöllum þessum er vanalega gigkerald mikið, sem þó
oftast er fult af isaldarruðningi. Hér þarf eigi að lýsa
hin-um einstöku grágrýtiseldfjöllum1), þau eru hvert öðru lik.
Ok er langstærsta dyngjan af þessu tagi, frummynd og
ímynd slíkra fjalla. Ok er tignarleg bunga, snævi þakin,
3786 fet á hæð yfir sjó og 2000 til 2500 fetum hærri en
há-lendið i kring, mjög svipuð Skjaldbreið að lögun, en
tölu-vert stærri. Hallinn af Okbungunni er mismunandi, til
austurs er hann ofantil aðeins 2°, til suövesturs 8—10°.

r

Aður en gosin byrjuðu og Okið varð til, hafa ýms
mó-bergsfjöll verið á hálendisröndinni norðvestur af Kaldadal;
milli þeirra byrjuðu gosin og svo hlóðst upp stærri og stærri
hraunbunga kringum uppvarpið, sem loks hefir hulið
mó-bergsfjöllin að mestu, en þó sést bóla á sum af fjöllum
þessum enn, þau teygja múlana út úr hraundyngjunni og
ber mest á þeim að sunnan og vestan; Fanntófell er stærst
af fellum þessum og milli þess og annars fells, sem
norð-austar liggur, hafa miklar hraunelfur runnið niður á
há-lendið. Utan á dyngjunni eru afiiðandi hraunásar upp að
snjó, hjalli af hjalla, og hraunið mjög ójafnt og úfið víða,
þó hafa jöklar isaldarinnar sópað miklu burt af gjalli og
rusli, sem ofan á lá. Hraun frá Oki hafa breiðst út um
hálendið vestur af Geitlandsjökli, þar er alstaðar ísnúið
grágrýti með urðum og grettistökum, og ein kvislin hefir

0 í „Grundriss", bls. 312—816, hefi eg talið 511 grágrýtiseldfjöll,
sem eg þekti.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0286.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free