- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
279

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Surtarbrandur.

279

himnukenclum vængjum; þar uxu 4 furutegundir, birkitré,

elrir, álmur, eik, hnottré, krossþ}Trnir, túlipantré og vin-

viðartegund. Par sem surtarbrandurinn myndaðist, hefir

verið votlent, og hefir úr blaðleifum og trjám orðið i fyrstu

nokkurskonar mómyndun, og alt svo orðið að surtarbrandi,

þegar blágrýtislögin lögðust ofan á með öllum sinum þunga.

Túlipantréð (Liriodendron Procaccinii) er fagurt tré og vex

nú i Bandarikjunum sunnan til, það

nær nú eigi lengra norður en á 40° n.

br. Sumarhitinn má eigi vera minni

að meðaltali en 15° C, og meðalhitinn

i janúar eigi minni en -r- 4° C, til þess

að tré þetta geti blómgast. Petta eru

þá takmörk lofthitans, sem þá hefir verið.

Oswald Heer1), sem hefir rannsakað

steingjörfinga þessa, kemst að þeirri

niðurstöðu, að meðalhiti ársins á Is-

landi hafi þá eigi getað verið minni

en 9° C, en þó hafi hann að öllum

líkindum verið nokkuð meiri (11—12°)

eða viðlika mikill og nú i Pódalnum á

Norður-Italiu. Nú mun meðalhiti árs-

ins á Brjámslæk vera i kringum 2° C.

Jurtagróðurinn á hinum öðrum stöðum

hefir veriö svipaður einsog á Brjáms-

læk, þó ekki hafi fundist þar jafn-

t

margar eða sömu tegundir. Utlit er
til að jurtaleifar frá öllum þeim
stöð-um, sem kunnir eru, séu hér um bil frá
sama tímabili, þó dálitill aldursmunur
geti verið. Jurtir við Brjámslæk og
Tröllatungu og i Þrimilsdal virðast vera elztar, frá
Yaðal-dal, Húsavik, Gautshamri, Fífudal og Yindfelli dálitið yngri

t\ Th.

118. mynd.

Steingjörfingahornið
við Lækjargil; a,
mó-rauður leir; b,
sirrtar-brandur; c, blágrýti;
d, leirflögur og
stein-brandur með
jurtaleif-um; e, blágrýti; f, rauð
samryskja; g, blágrýti.

») 0. Heer: Flora fossilis arctica. Ziirich 1868. Vol. I, 4°. G. G.
Winkler: Island. Der Bau seiner Gebirge etc. MQnchen 1863, bls.
214—224. P. Windisch: Beitráge zur Kenntniss der Tertiárflora von
Island. Halle a. S. 1886. 8°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0291.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free