- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
285

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Gangar. 285

flestir yngri en gabbró og basalt, en annars er aldur
lípar-itsins mjög mismunandi, i blágrftishéruðunum er megin
þess eldra en yngstu blágrýtisgangarnir, sem hlykkjast i
hópum gegnum líparithHðarnar, svartar rákir á hvitum eða
ljosum grunm. fá eru einnig líparitgangar i móberginu.
en miklu meira er þar þó af blágrytisgöngum, þeir eru
vanalega mjög ólögulegir og úr þeim eru oft álmur og
greinar inn i hið gljúpa berg; þeir eru oft gleraðir á
tak-mörkum og þussabergsmolar eru stöku sinnum innan i þeim.
mitt i hörðu blágrýti. Stundum hafa gangarnir skotist inn
milli laga og breiðst sem innlög yfir allstór svæði, og svo
hefir stundum eyðst ofan af þeim og blágrýtishellan er
komin upp á yfirborðið og hefir hún skýlt þvi sem undir er
fyrir ágangi vatns og jökla; i móbergsfjöllum eru oft
blá-grýtishamrar ofan á, þannig tilorðnir, en sumstaðar
grá-grýtishraun. Af göngunum má, einsog fyr var getið, ráða
ýmislegt um aldurshlutföll jarðlaganna, en það yrði oflangt
mál að fara út í það á þessum stað1).

2. Fornar jöklamenjar.

Sá sem ferðast fram með jöklum, uppi á öræfum eða i
Skaftafellssýslum, á hægt með að sjá, að jöklarnir hafa mikil
áhrif á fjöll og kletta. Undan sér ryðja þeir smágrjóti, möl
og björgum, sem liggja einsog bogadregnir garðar eða
hóla-raðir (jökulöldur, mórenur) fyrir framan skriðjökulsendann,
þegar jökulsporðurinn hefir horfið litið eitt aftur á bak, eða
af honum hefir bráðnað, en stundum er jökullinn genginn
fram á öldurnar eða yfir þær, en mikið grjót, möl og sandur
hefir hnoðast inn i isinn. Pá eru slikir grjótgarðar líka
oft-ast fram með jöðrum jökulsins til hliða, uppi á þeim, i
rák-um út af fjallsmúlum o. s. frv. Undir jöklinum verða margir

x) Nánar er göngum á íslandi lýst í „Grundriss" bls. 247—254,
268—69, 277 og víðar. Ennfremur „Geologiske Iagttagelser paa
Snæ-fellsnes" bls. 16—18.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0297.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free