- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
287

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

f

Isrákir.

287

Par sem jökull nú er horfinn, má viða sjá glöggar
menjar þess, að skriðjöklar hafa áður gengið yfir. ísrákir
eða jökulrákir á fáguðum klöppum eru glöggasta einkennið,
sumstaðar eru jökulöldur langt frá jöklum og rispaðir
jök-ulsteinar. Við nána athugun hafa menn séð, að jöklar
fyrr-um hafa tekið yfir land alt, rispur sjást á klöppum hátt og
lágt, á hæstu tindum og á skerjum i flæðarmáli, þó eru
rák-irnar mismunandi almennar i ýmsum héruðum og misglöggar
eftir hörku bergtegunda og öðrum kringumstæðum. Rispur
þessar ganga út frá jökulkúpum hálendisins i allar áttir til
sævar og fylgja landslagi og dölum1). Þá liafa skriðjöklar
viða borið stór björg langt frá heimkynnum þeirra og skilið
þau eftir þar sem undan þeim bráðnaði, og eru þau oft reist
á rönd eða á hlóðum; mörg þúsund slíkum björgum hafa
jöklar stráð um alt Island, en þau þekkjast bezt, þegar þau
eru úr annari bergtegund, en klettar þeir, sem þau liggja á.
Slík björg eru viða á Islandi kend við Gretti, af því menn
skildu ekki, að þau hefðu getað _ komist á samastaði sina
nema með mannsafli, en sum eru kend við tröll og álfa.

Israkir. A grágrýti eru jökulrispur algengastar, sú
bergtegund hefir getað fágast bezt. A fornum
grágrýtis-hraunum sjást mjög viða fægðar klettabungur og klappir
hver við aðra og taka þær oft yfir stór svæði; á klappir
þessar stirnir mjög, þegar rignt hefir. Yið nánari rannsókn
sjást á hinum skygndu og fáguðu flötum ótal rispur eða
rákir i sömu stefnu; aðalrákirnar geta stöku sinnum verið
1—2—3 álnir á lengd, 3—5 þuml. á breidd og alt að því
þumlungur á dýpt eða meira, en oftast eru þær miklu minni.
Milli aðalrákanna er steinninn oft krotaður og krassaður
með smárispum, sem vanalega ganga jafnhliða stærri
rák-unum. Stundum liggja isrákirnar á grágrýtishraunum þvert
yfir glöggar hraunbylgjur. Blágrýtið er lika mjög oft
ís-fágað á yfirborði, en vatn og frost hefir oftast átt hægra

Danskur maður, Hnagen Mathiesen að nafni, athugaði f\rrstur
ísaldarmenjar á Islandi 1846, og komst að þeirri niðurstöðu, að landið
liefði f’yrrum alt verið jöklum hulið. Neues Jahrbueh fUr Mineralogie.
.Stuttgart 1847, bls. 44—47. Landfræðissaga IV.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0299.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free