- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
294

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

294

Fornar jöklamenjar.

í giljum og gljúfrum, þar sem straumur er mikill, og
við fossa, sjást oft djúpar hvilftir eða skálar einsog rendir
bollar inn i bergin, koma þeir af hringsnúningi grjótsins i
straumnum, og geta þeir orðið bæði djúpir og stórir,
stund-um eru þeir einsog afiangar holur eða skvompur. Petta
kalla menn sJcessukatla. Þeir geta lika myndast i
sjóar-klettum, þar sem straumur er mikill og brimsog.
Sumstað-ar hafa menn fundið stóra skessukatla á holtum og láglendi
eða hátt uppi á fjallshryggjum, á isnúnum klöppum, þar
sem ekkert rennandi vatn er i nánd; halda menn, að þeir
séu þá framkomnir af vatnsrensli undir isnum á isöldu, eða
þar sem vatn hefir fallið niður um sprungur jökla.
Pess-konar katlar hafa sumstaðar fundist á Islandi, en þó óviðar
en búast mætti við, líklega eru þeir viða huldir möl og
jökulruðningi. Yið fljót og ár eru skessukatlar algengir,
t. d. við Elliðaár, Glerá, við Þjórsá og viðar, en
einkenni-lega stórir og fagrir eru þeir við Hitará hjá Brúarfossi1).
Utarlega undir Látrabjargi gengur Barðið fram úr því,
það er bergrani, beittur að ofan einsog saumhögg, með
brimlöðrinu alt i kring; flúðir eru fram í sjóinn út af
Barðinu og hefir hafrótið skafið ofan af þeim; þar hafa
myndast djúpir katlar i blágrýtið, sumir kvað vera alt að
þvi tvær mannhæðir á dýpt; hringiðan i briminu hefir snúið
lausum björgum i hring og sorfið bjargið. Uppi á
móbergs-fjöllum er bergið oft undarlega sunduretið með bollum og
skálum, sem stundum likjast skessukötlum, en eru alls
ann-ars eðlis.

Þessar isaldarmenjar, sem nú gátum vér, eru allar á
yfirborði og hafa orðið til seint á isöldu eða þegar jökullinn
var að bráðna af landinu, en til er lika eldra jökulgrjót, frá
fyrri hlutum isaldar, sem ekki sést beinlinis að utanverðu;
allviða eru jökulnúnir steinar i móbergi og undir móhellu
og grágrýti. ’ Sumt af þessu grjóti þarf þó alls ekki að vera
gamalt og getur jafnvel verið yngra en isöldin, þvi mikið
af móhellu og móbergi hefir sumstaðar myndast eftir isöldu

>) Andvari XVII, 1891, bls. 50-51.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0306.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free