- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
295

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Gamalt jökulgrjót.

295

og líka nokkur grágrýtishraun ef til vill; innan i isþöktum
eldfjöllum er sambreyskiiigur og lagskifti af jöklagrjóti og
gosgrjóti, og hefir mikið af því myndast löngu eftir isöldu
og siunt er enn þá að myndast.

Snemma höfðu menn viðsvegar um land tekið eftir
lögum af hnullungagrjóti innanum móberg og þussaberg,
en isrákaðir steinar fundust ekki i sjálfu móberginu fyr en
18991), þó hafði áður sést (1893) að stór móbergsfjöll á
Skaftártunguöræfum og viðar, mörg hundruð feta þykk,
hvíla á isnúnum klöppum, einnig að sumt hnullungaberg
er mjög svipað jökulöldum að útliti, en sumt er auðvitað
myndað af rennandi vatni, fljótum og lækjum, sem nú eru
horfnir. Nú á seinni árum hefir það sýnfc sig, að forn
jök-ulruðningur hefir meiri útbreiðslu en menn fyr héldu og
hefir eigi aðeins fundist í móbergi og undir grágrýti, heldur
einnig milli blágrýtislaga2). Pó eru menn enn eigi komnir
að neinni vissri niðurstöðu um innbyrðis samhengi og aldur
þessara jarðmyndana og eru heldur eigi vissir um, hvort
ein isöld samanhangandi hefir gengið yfir ísland eða fleiri,
en oss þykja mestar likur til að ísöldin hafi á Islandi verið
ein og óskift, en þó með tímabilum er jöklar hafa töluvert
minkað; náuari rannsóknir á stórum héruðum i samhengi
verða siðar að skera úr ýmsum vafaspursmálum þar að
lútandi.

’) Ísnúið lausagrjót í móbergi fann dr. Helgi Pjetiirsson fyrstur í
Hreppum 1899 og síðar víða um land. (The glacial
palagonite-forma-tion of Iceland. The Scottish Geogr. Magazine 1900, bls. 265—93.
Eimreiðin VI. 1900, bls. 52—57. Sbr. s. st. bls. 161-169.

2) Helgi Pjetursson hefir fengist við rannsókn |>essara fornu
jök-ulmenja nú í mörg ár og ritað um þær ýmsar ritgjörðir og eru þessar
helztar: Moræner i den islandske Palagonitfoimation (Oversigt over
Vidensk. Selsk. Forhandl.. Kbhavn 1901, nr. 5). Om nogle glaciale og
interglaciale Vulkaner paa Island (s. st. 1904, nr. 4). Om Islands
Geo-logi, Kbhavn 1905. Einige Hauptzíige der Geologie und Mox-phologie
Islands (Zeitschrift fur Erdkunde, Berlin 1908).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0307.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free