- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
301

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

300 Sævarraenjar.

801

5—6 mílna langur og 1—U/a míla á breidd; undir jarðvegi
er alstaðar leir, möl og ægisandur, en hvergi hafa þar enn
fundist skeljar nema fáeinar i Miklavatni. Beggjamegin við
Skagafjörð eru háir malarhjallar, er myndast hafa af árburði
úr ótal þverám og giljum, sem borist hefir út i fjörðinn.
Blágrýtisholtin i Hegranesi hafa verið sker eða eyjar i
mynni fjarðarins. Bogadregin fjöruborð eða rindar eru
fyrir neðan Sævarborg. Við Eyjafjörð og i dalamynnum,
sem þangað ganga, eru og marbakkar fornir og
sævar-menjar hér og hvar og einnig hefir láglendið við
Skjálf-anda verið i sjó, hefir þaðan gengið fjörður með mörgum
álmum mn í Reykjadal og Laxárdal. Axarfjarðarláglendið

r

hefir verið i sjó og hefir særinn náð upp i Asbyrgi, þar er
glögg strandlina 130 fet yfir sjó, sem brimið hefir etið inn
i grágrýtishamrana; þar hefir lika fundist rekaviður og
skeljabrot. A Melrakkaslóttu hafa menn fundið rekavið og
hvalbein i þúfum mörg hundruð faðma frá sjó, og eins hafa
hvalbein fundist á undirlendinu upp af Pistilfirði. A
Langa-nesi er mikill brimhjalli úr grágrýti milli Syðra-Lóns og
Sauðaness og við Eiðisvik eru gömul fjöruborð hvert upp
af öðru. Malarhjallar samtengdir árhjöllum liggja i
kring-um Finnafjörð, Viðfjörð og Bakkafjörð og strandlinur sjást
þar hér og hvar 100—130 fet yfir sjó.

Sævarmerki á Austfjörðum eru fremur óglögg viða, en
sjór hefir þó gengið þar inn sem annarstaðar. Undirlendið
við botn Héraðsfióa ber merki þess, að fjörður hefir þar
gengið inn í landið, þar eru hnullungarastir og brimbarðir

r

klettar all-langt frá sjó. Strönd Uthéraðs hefir þá verið
mjög skerjótt og nesjótt og hafa firðir gengið úr flóanum
inn á milli ásanna og lengstur sá, sem gengið liefir upp dal
Selfljótsins. Rekaviður hefir fundist i bökkum Lagarfljóts.
I vikum og fjörðum suður af Héraðsflóa eru allvíða
mar-bakkar og strandlinur á 100—200 feta liæð, hafa sumstaðar
fundist hvalbein og rekaviðarstaurar, en lítið sýnist vera
þar um skeljar; sævarhellar fyrir ofan fjörumál eru
sum-staðar i suðurfjörðunum. I Skaftafellssýslum hafa láglendi
öll eflaust einhverntíma verið i sjó, en þar hafa orðið svo

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0313.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free