- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
303

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

300 Sævarraenjar.

303

borð og sumstaðar hafa fundist rostungabein. Kringum
allan Dýrafjörð eru fornir marbakkar og strandlinur og
liggja brimhjallar þar sumstaðar hátt, á útnesjunum 200—
250 fet yfir sjó. A nesinu milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar
risa björgin nærri þverhnvpt úr sjó, en þar eru brimhjallar
og strandlinur glöggar, þar sem stórskriður eigi hafa hulið.
Hafnarnes er breiður brimhjalli, sem hækkar aðlíðandi upp
að hömrunum, og milli Svalvoga og Lokinhamra hefir
sjór-inn til forna grafið glögga og reglulega strandlinu með
mjóum hjalla inn í klettana, 250 fet yfir núverandi
fjöru-borði; vegurinn liggur eftir sjálfum hjallanum og þar væri
ófært, ef hann væri ekki. A einum stað gengur þar flatt
grasi vaxið nes, Sléttanes, út í sjó; það er einsog annar
neðri hjalli, hér um bil 100 feta hár, undir hinum efra.
Við Arnarfjörð og i Suðurfjörðum eru hér og hvar
hjalla-kaflar með lábörðu grjóti og eins við Patreksfjörð og
Tálkna-fjörð; sjór heflr auðsjáanlega gengið vfir láglendisbotnana í
víkunum norðan við Látrabjarg, þar er alstaðar
skeljasand-ur og allviða hafa rostungsbein fundist i jörðu. I Keflavik
austan við Látrabjarg er mikill malarhjalli við sjó, 210 feta
.hár og er það auðsýnilega forn marbakki, og kringum
Rauða-sand eru ýmsar sævarmenjar undir fjallshlíðunum.
Barða-ströndin öll hefir verið undir sjó, við Haukaberg og Haga
eru forn fjöruborð og miklir melhjallar hér um bil 19’t feta
háir. Strandlinur og sævarhellar sjást á 60—70 feta hæð
við Yatnsfjörð í Hjarðanesi, og við firðina þar fyrir austan
eru stórar skriðuhrúgur og jökulöldur að neðan
ummynd-aðar i sævarhjalla með nokkuð mismunandi liæð 3rfir sjó.

Láglendið á Reykjanesi, sunnan við Porskafjörð, hefir
auðsjáanlega verið i sjó. Hóllinn, sem Reykhólar standa á,
virðist vera strandmyndun, þar eru margar laugar, sem fyr
hefir verið getið, og þegar nesið var i sjó, hafa mörg
skel-dýr dregið sig eftir velgjunni. Kringum suma af hverunum
er urmull af skeljum og skeljabrotum og uppi í fjallshlíðinni
fyrir ofan sést greinilegt fjöruborð. I Barmahlið eru tveir
háir og fagrir hjallar hver upp af öðrum, neðri lijallinn er
hjá Barmahrauni 124 fet á hæð, en hinn efri 229 fet; brimið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0315.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free