- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
307

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sævarmenjar.

307

og í Búlandshöfða á Snæfellsnesi, og liklega finst skel þessi
víðar, þegar nánar er athugað. Nú er sævarhitinn of mikill
kringum Island til þess, að þessi kuldaskel geti þrifist, og
nærri Islandi hefir hún hvergi fundist lifandi.

Ymsar likur eru til þess, að loftslag á Islandi hafi rétt
eftir lok isaldar verið dálitið heitara en nú. A Norðurlandi,
kringum Hrútafjörð og Steingrímsfjörð, hafa víða i börðum
fyrir ofan fjörumál fundist smákuðungar, sem heita Purpura
lapillus, þeir eru enn algengir i sjó við Suðurland, en geta
ekki lengur lifað fyrir norðan og austan land, af þvi
sjór-inn er of kaldur fyrir þá. Skeljabakkarnir sýna þvi, að
sjórinn nyrðra hefir nokkru eftir isöldu verið dálitið heitari
en nú1). Mómýrar á Hornströndum benda til hins sama, að
loftslagið hefir verið heitara, þar eru sumstaðar digrir
birki-lurkar i mó, þó nú geti þar hvergi vaxið skógur nærri fyrir
kulda sakir og sævarnepju. Svipuð fyrirbrigði hafa sézt á
skeldýrum og jurturn viða annarstaðar um Norðurlönd.

Um hin efstu sævartakmörk á Suðurlandi hafa menn
ekki enn fulla vissu. Yíst er það, að sjór hefir legið þar
250—300 fetum hæri’a en hið núverandi fjöruborð; á það
benda hellar i Ölfusi, strandlina i Hestfjalli o. fl., og svo ná
leirmyndanirnar, sem að öllum likindum eru til orðnar i sjó,
langt upp i Hvitárdal og Norðurárdal og eru þar efst, meira
en 300 fet fyrir ofan sævarmál, strandlinubrot nokkur i
Hreppum; hrúðurkarlar, sem fundist hafa á Mosfellsheiði,
og nokkrar óglöggar sævarmenjar i Borgarfirði benda þó
á enn hærra fjöruborð; ef til vill finnast sævarmenjar
viðar hátt uppi, þó menn hafi ekki veitt þeim eftirtekt, og
sögur um skeljar uppi á ýmsum fjöllum eru ekki óalgengar

Guðmundur G. Bárðarson fann þetta fyrstur (Vidensk. Meddel.
1906 1. c.) og sýndi fram á, að bobbi þessi lifir ekki lengur i sjó nyrðra,
þó liann sé þar mjög algengur í skeljabörðum 3—50 fet yfir sjó.
A. C Jobansen fann heldur ekki kuðung þenna í sjó við Austurland
(Vidensk. Meddel. 1901, bls. 25). Sumarið 1886 fann eg Purpura
la-pillus við Kollafjarðarnes og víðar þar í grend (Geografisk Tidskrift
XI, 1892, bls. 217), en þá vissu menn ekki annað en að skeldýr þetta
lifði í sjó nyrðra einsog við Suðurland.

20*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0319.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free