- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
308

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

300

Sævarraenjar. 308

meðal almennings. A Snæfellsnesi hafa sædýraleifar fundist
einna hæzt, um 540 fet yfir sjó, í Búlandshöfða1), en
skelja-mulningurinn þar er að öllum likindum aðfluttur2) og þvi
litið á honum að byggja um loftslagsbreytingar eða hæð
sævarborðs til forna.

Sævarmenjar á 130 feta hæð eru langalgengastar á

Suðurlandi einsog annarstaðar; hjallarnir eru svo miklir og

breiðir, að sævarflötur hefir auðsjáanlega lengi haldist á

þeirri hæð. Jarðlögin ofan á leirnum bera þess vott, að

landið hefir nú um tima verið að risa úr sjó. Alstaðar eru

sandlög og hnullungalög ofan á leirnum, og i þeim lika

stundum skeljar; viða er þar lika móhella og skeljar i henni;

árnar hafa borið sundurmulin móbergslög i sjó fram. í*essi

sandlög sýna, að árnar voru þá orðnar straummeiri, runnu

brattara, af þvi að landið var að risa úr sjó, en leirinn barst

lengra burt. Sumstaðar eru auðsjáanlega strandmyndanir

með margskiftum hnullunga- og sandlögum, einsog i Foss-

vogi, og skeljar lika i þeim. Yoldia-leirinn var botnmynd-

un, leirinn hafði hægt og hægt sezt að á mararbotni, sand-

lögin og skeljabakkarnir hafa myndast á ströndu eða nærri

ströndu. I þessum yngri inyndunum eru allar skeljar af

t

þeim liinum sömu tegundum, sem enn búa við strendur
Is-lands; algengastar eru sandmigur (saxicava og mj^a), hallokur
(tellina), gimburskeljar (astarte), kúskeljar (venus) og
hörpu-diskar (pecten). Svipaðar myndanir eru og i öðrum löndum

Helgi Pjetursson í Vidensk. Selsk. Oversigter 1904, bls. 376.
Shelly Boulder-Clay in Iceland (Quart. Journ. Geoh Soc., Yol. 59,
1903, bls. 356-361).

4) Ad. S. Jensen: Bemærkninger om Molluskfaunaen i
Búlands-höfði, Vidensk. Selsk. Overs. 1904, bls. 382—396, hefir sýnt, að
skelj-arnar eru blendingur af tvennskonar gagnólíkum dýrafélögum, sem
annað bendir á heimskautskulda einsog við Síberíu, Spitzbergen og
Norður-Grænla’nd, en hitt á heitara sjó, einsog sunnan við Island;
skeljar þessar lifa líka á mismunandi dýpi og eru auk þess muldar,
einsog þær hafi orðið fyrir miklum þrýstingi, líklega af jökli, sem
hefir rótað upp fornum sævarmenjum og fært þær til. Síðar hafa
svipaðar skeljar fundist víðar á Snæfellsnesi, en afstaða þeirra til
jarðmyndana á nesinu er enn að mestu ókunn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0320.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free