- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
310

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

310

Myndunarsaga Islands.

Skotlandi eru að allri byggingu mjög lik fjöllum á íslandi.
blágrýtishamrabeltin eru alveg eins, og þar eru lika gangar
og innskotsiög úr lipariti, gabbrö og granófyr, þar er líka
leir og surtarbrandur milli basaltlaga o. s. frv., en gosin á
Irlandi og Skotlandi hættu miklu fyr en á Islandi, áður en
móbergið myndaðist þar.

Færeyjar eru allar úr blágrýti og standa á brimstalli
neðansævar; blágrýtið skiftist i tvær deildir, einsog á
Yest-fjörðum, og eru 30—50 feta þykk leirlög með surtarbrandi
og mókolum milli þeirra. Blágrýtisiögin hailast 3—5° i
hálfhring, sem er opinn mót suðaustri, og eru alls 12—13
þúsund fet á þykt. A isöldu iá jökull yfir Færeyjum
öii-um og hefir hann liklega verið 21—2200 fet á þykt, isrákir
ganga niður af eyjunum i allar áttir og hvergi hafa þar
fundist aðkomnir steinar. A Austurströndu Græniands eru
blágrýtisfjöll algeng, þau hefjast á 68° n. br., gagnvart
Horn-ströndum á íslandi, og ná í samanhangandi ræmu norður
að Scoresby Sund, norður fyrir 70° n. br. Par er alstaðar
gneis og granit undir blágrýtinu, en þær bergtegundir eru
aðalefni Græniands, það er einsog blágrýtislögin hallist upp
að þessu forngrýti. Margir blágrýtisgangar hafa brotist
gegnum gneisinn og liklega hefir mikið af blágrýtinu eyðst
og borist burt af vatni og is, á likan hátt einsog orðið hefir
á Skotlandi. Norður við Franz Jóseps fjörð (á 73—75° n. br.)
eru allstórir blágrýtisblettir hér og hvar með sjó; þar eru
júralög undir blágrýtinu, en suður við Cap Dalton (á 69°
n. br.) hafa fundist sædýraleifar frá eocene, einsog fyr
hefir verið getið. Allar þessar eldgosamenjar á austurströnd
Grænlands virðast vera leifar af mikiu blágrýtisflæmi, sem
gengið hefir langt á haf út, en er nú sokkið í sæ. Pess má
ennfremur geta, að eldbrunnið grjót frá sama tima tekur yfir
nokkurn hluta af Spitzbergen og eyjar þar fyrir norðan og
austan, þá er Jan Mayen lika eldbrunnin öil, og þar er
eld-fjall, sem enn gýs. J’að er mjög líklegt, að lönd þessi,
sem vér höfum getið, hafi fyrrum verið ein samanhangandi
blágrýtishella, sem síðar hefir brotnað öli i sundur og sigið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0322.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free