- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
313

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

313 Myndunarsaga Islands.



móbergsbeltis, sem gengur yíir ísland þvert; öll eldgos
voru þá hætt i hinum löndunum viö Atlantshafið, en þau
hafa haldist á Islandi á hinum sömu sprungum við og við
fram á vora daga. A sömu jarðöld braut sjórinn smátt og
smátt af landinu, meðan það seig hægt og hægt, og þá
myndaðist grunnsævisfiötur sá, sem fyr hefir verið lýst.
Hinar einustu sæmyndanir með skeljum, sem til eru frá
hinum siðasta hluta þessa tíma, eru bakkarnh* á Tjörnesi;
meðal skelja þar eru ýmsar tegundir frá Ameriku, sem sýna
meiri sævarhita en nú og að opinn sjór hefir verið fyrir
Norðurlandi milli Islands og Grænlands. Pá hefir landið
verið sigandi, er skeljabakkar þessir mynduðust, en um
nokkurn tima áður hafði það hækkað um 6—800 fet, svo
grunnsævisfiöturinn varð ofansjóar, og þá mynduðust
grunn-ir dalir og fjarðaálar á fletinum, og hefir þeim áður verið
lýst i fyrsta kafla.

A pliocene voru öskugos mjög tið, en siðar urðu hraun
algengari, einkum grágrýtishraun, hafa þau líklega smátt
og smátt verið að gubbast úr jörðu frá því á seinni hluta
pliocene gegnum alla isöld og fram á mannöld; jafnhliða
voru öskugos, en eftir isöldu hafa blágrýtishraun verið
al-gengust. Seint á pliocene, þegar grunnsævispallurinn var
ofansævar, hefir liklega verið farinn að safnast snjór á
fjöllin á Islandi, og smátt og smátt tóku jöklar að aukast,
uns isöldin færðist yfir landið. Grosin hættu ekki fyrir það,
þá munu grágrýtishraun hafa komið upp undir jöklum, en
aska og gjall þeyttist i loft upp, breiddist út um jökla og
blandaðist jökulmenjum, oft urðu jökulhlaup af jarðeldum,
sem gerðu mikið skurk, breyttu og umturnuðu lausum
jarð-lögum og færðu stór björg úr stað. Jöklamenjar og
gos-menjar frá isöldu skiftast þvi allavega á. Sumú’ hafa
hald-ið þvi fram, að margar isaldir hafi gengið yfir landið og
allur jökull hafi hvað eftir annað bráðnað af Islandi, en
margra hluta vegna er þetta mjög ólíkleg getgáta, enda
hafa enn engar fullgildar sannanir verið færðar fyrir henni.
fegar isöldin stóð hæst, lá jöklahvel yfir öllu Islandi,
svipað þvi sem nú er á Grænlandi, það hefir líklega verið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0325.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free