- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
314

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

314 Myndunarsaga Islands.

15—2000 fet á þykt. og gekk út í sjó alt í kring og huldi
alt, nema hvað snjólitlir núpar og fell liklega hér og hvar
hafa staðið upp milli skriðjökla á útjöðrum landsins. Svo
fór jökullinn að bráðna af landinu, draga sig frá ströndu,
þangað til alt var bráðnað, nema jöklar þeir, sem enn
þekja hinar hæstu bungur hálendisins. Alstaðar skildu
jöklarnir eftir menjar sinar á leiðinni, ísnúnar klappir,
botnruðning og jökulgarða, lausagrjótsholt og öldur,
hverj-ar inn af annari.

Pegar jöklar uxu að mun, reis sævarfiötur smátt og
smátt, og strandfiöturinn mikli fór i sjó. fessi hreyfing
hélzt alla isöldu og undir lok hennar voru öll láglendi
undir sjó og hin neðstu dalamynni; þá stóð sævarfiötur
250—300 fet að minsta kosti hærra yfir sjó en nú. og þá
var skeldýralifið við strendur landsins og sennilega einnig
hið æðra dýralif með fullkomnum heimskautsblæ. Siðan
tók sjór aftur að þverra hægt og hægt, en hreyfingin
stöðvaðist um stund á 120—130 feta hæð og mynduðust
þá stórir malarkambar og brimhjallar, svo fór sjór aftur
að lækka, þangað sem hann er nú, og skildi eftir marga
malarrinda, hvern fyrir neðan annan, og sumstaðar sjást
þess enn merki, að fjörumálið dregst litið eitt niður á við,
skipaleiðir grynka og sker koma upp. Hinir stóru ílóar á
íslandi mynduðust við landsig og brotnun jarðarskorpunnar
seint á miocene, en dalir og firðir grófust niður i
blá-grýtishéruðunum á pliocene, en dýpkuðu við ágang jökla
á isöldu.

Þegar isinn fór að bráðna af landinu, hefir það verið
þvi nær alautt af lifandi verum, hvergi sást stingandi strá,
hvergi var annað en berir melar og urðarrústir, i sjónum
var þó dýralíf og þangtegundir. Innan skamms fóru að
koma jurtir til landsins, straumar og fuglar báru fræin úr
næstu löndilm; þau fræ, sem eftir kringumstæðunum gátu
dafnað, jóku kyn sitt, en hin liðu undir lok; fáein
skor-kvikindi bárust með rekadrumbum og á annan hátt til
landsins; birnir og rostungar komu á isjökum og eins refir,
en engin landspendýr önnur komust yfir svo mikið haf og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0326.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free