- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
316

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

32-2 Steinaríki.

hverasprungum eða þá í sand- og leirlögum eldri myndana,
ef þær finnast undir hinu eldbrunna grjóti1).

Vér gátum þess fyr, að steinefni af ýmsu tagi safnast
fyrir i blágrýtisholum og þar finst meginþorri þeirra
stein-tegunda og krystalla, sem til eru i landinu. fegar ræða
skal um einfaldar steintegundir (mineralia) sem þýðingiji
hafa, koma ekki þær steintegundir til greina, sem eru
aðal-efni bergtegunda og samsetja þær, þvi einstaklingarnir eru
oftast svo smáii’ að ekki ber á þeim og margir þeirra sjást
aðeins i sjónauka. Þó kemur það fyrir, að stöku krystallar
eru miklu stærri en nábúar og eru þá i dilum innan um
aðalgrjótið; af þesskonar steintegundum má helzt nefna
anorthit, tært eða hvítt feldspat, sem stundum er lika i
lausum krystöllum i móbergi, og olivín, gulgrænar eða
blá-grænar slettur i grágrýti og sumstaðar i blágrýti. Mjög stórir
olivinkrystallar eru t. d. i gömlu hraungrýti hjá Pórðarfelli
milli Njarðvikur og Grindavikur. Við sundurleysing
berg-tegunda raðast efnin öðru visi niður, taka þátt í myndun
leirlaga og jarðvegs og fá þá þýðingu fyrir jurtagróðurinn.

Steintegundir þær, sem myndast hafa i holum blágrýtis,
eru af þrem fiokkum, geislasteinar (zeoliihar), kvars-steinar
og kalkspath. Hér á eigi við að lýsa steinategundunum
sjálfum og krystöllum þeirra, sem eru margbrotnir, það
heyrir undir almenna steinafræði. Geislasteinar eru
mjög algengir i blágrýti og hafa líklega myndast af
sund-urliðun hinna basisku feldspatha, sem eru mjög létt
leysan-leg, og i lipariti sjást aldrei geislasteinar. Geislasteinar eru
hvitir, tærir eða ljósir á lit; harka 5; krystallar ýmislegir;
efnasamsetning siliköt með krystalvatni, leirjörð og ýms
al-kalia. Hinar algengustu tegundir af þessum fiokki eru

r) íslendingar hafa jafnan og ekki sízt á seinni árum verið
ákaf-lega auðtriia á allar skröksögur um námur og málma, sumar
ýkju-sögur blaðanna um kol og málma hafa að öllum líkindum staðið í
sambandi við gróðabrall einstakra manna. Námutrúin er annars
gömul á Islandi og ber þegar allmikið á henni á 17. og 18. öld, um
hana er víða getið í Landfræðissögu Islands. Sbr. Gestur Pálsson:
Mentunarástandið á Islandi. Rvik 1889, bls. 11—12.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0328.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free