- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
318

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

32-2

Steinaríki. 817

draugasteinar og eru algengir i hverju holti, eða þá
tinna. Kvarssteinar hafa hörkuna 7 og rispa gler, gefa
frá sér glæringar þegar þeim er nuggað saman. Pá eru
mjólkurlitir ópalar töluvert algengir; af ópölum eru mörg
afbrigði, sumir ópalar hafa fögur litbrigði og eru
mjólkur-tærir þegar litið er i gegnum þá. þeir eru á Austurlandi
kallaðir glossasteinar. Náskyldur kvarsinum er
hvera-hrúður, sem áður hefir verið lýst, það er líka kisill, sem
sezt hefir úr vatninu, stundum eru lög i hverahrúðrinum
af kalcedón og ópal, stundum er kisillinn ekki harðnaður
og einsog soðhlaup. Pá eru viða krystallar af kalkspathi
i holum og glufum blágrýtisfjalla, stundum hreinir og tærir
krystallar, sem klofna i skáteninga og heita þá silfurberg,
stundum með ýmsum lit og ýmsri lögun; gulir
kalkspath-krystallar i steingjörvum skeljum við Hallbjarnarstaðakamb
eru kallaðar sykurberg. Kalkspath er lint (harka 3), svo
það má rispa það með vasahnif, ef helt er á það saltsýru
eða annari sýru, sýður á þvi, þegar kolasýran fer út úr
kalkinu.

Af steinariki er það fátt sem verklega þýðingu hefir,
bæði af þvi landið er fátækt af slíkum efnum og svo eru
miklir örðugleikar á að nota það sem til er; landið er
mjög strjálbygt og flutningar örðugir og kostnaðarsamir.
Pau steinefni, sem að verulegu gagni ættu að koma, yrðu
þvi bæði að vera verðmæt i sjálfu sór og nóg til af þeim,
en vanalega er misbrestur á hvorutveggju, þó menn finni
eitthvað. I þéttbýlum iðnaðarlöndum getur margt orðið til
nota á nálægum markaði, sem er einskis nýtt á fátækum
útkjálka veraldar. Pótt undarlegt megi virðast, er litið um
gott byggingargrjót, sem fullnægt geti öllum kröfum.
Grá-grýti er reyndar að sumu leyti hentugt til bygginga, hægt
að kljúfa það og telgja, en það hefir þann mikla annmarka,
að það er gljúpt og dregur i sig vætu. Blágrýti er of hart,
klýfst illa og er oft fult af smárifum; sumar
móbergsteg-undir eru allgóðar til húsabygginga, en það er fágætt að
þær hafi mátulegan þéttleika og hörku. Hólakirkja í
Hjalta-dal er bygð úr móbergs-samryskju úr Hólabyrðu; móberg

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0330.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free