- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
320

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

32-2

Steinaríki. 817

járn, ef það með henfcugum ytri kringumstæðum — ódýrum
eldivið og góðum samgöngum — ætti að geta borgað sig
að vinna það. Rauði i mýrum er járnmeiri, enda var
hann unninn á íslandi til forna og munum vér brátt geta
rauðablástursins. í blágrýti er sumstaðar í holum
smá-vörtur af mórauðu járnspathi (Sphærosiderit) og i basalti
og lípariti er stundum örlitið af titanjárni.
Koparmálm-ur, sem Forchhammer kallaði »Krisuvigit« hefir fundist i
brennisteinsnámunum við Krisuvik og Kröflu, hann er nú
alment kallaður Brochantit, það er blendingur af
brenni-steini og kopar, fagurgrænn á lit; mjög litið er þó til af
honum. Brennisteinskis er algengt á Íslandi, einkum
i liparítfjöllum, þar sem grjótið til forna hefir sundursoðnað
af hveragufum. Pað er samsett af brennisteini og járni og
gullgljáandi á lit, oft i fögrum og reglulegum smáteningum
og er stundum að ytra útliti alveg einsog gull, enda hefir
alþýða mjög viða ætlað að hér væri gull að fá, einsog
mörg staðanöfn bera með sér. Silfur hefir hvergi
fund-ist á Islandi, þó menn stundum hafi þótst finna það,
er þeir sáu eitthvað gljáandi1); og hvort gull er til svo
nokkru muni, vita menn ekki enn með vissu. Arið 1777
fann Olafur Olavius grafít (blýant) i grænum leir milli
basaltkletta i Siglufirði, var siðan tekið upp nokkuð af
efni þessu og flutt til Hafnar og reyndist allgott, en
lik-lega hefir þá alt verið tekið, sem til var, því ekki hefir
blýantur þessi fundist siðan2).

A Islandi er til fjöldi af allskonar mislitum
leirtegund-um, bæði -við hveri og brennisteinsnámur og nærri
surtar-brandi; sumar leirtegundir mætti eflaust nota á ýmsan hátt,
ef iðnaður væri i landinu. A 18. öld fanst leirtegund, er
kölluð var bleikja, i Mókollsdal i Strandasýslu, og héldu
menn það væri nokkurskonar postulínsleir, var nokkuð af
leir þessumi flutt til reynslu til Kaupmannahafnar, en hann

’) Sbr. Landfræðissaga IV. Registur (silfurnámur).

2) 0. Olavius: Oekon. Rejse 1780, bls. 594-596. N. Mohr: Forsög
til en Islandsk Naturbistorie, 1786, bls. 343—345.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0332.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free