- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
321

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Steinaríki.

321

hefir líklega eigi þótt nógu góður, þvi ekki er þess getið,
að síðar hafi verið sókst eftir honum1). Löngu siðar héldu
menn, að smágert hverahrúður nærri Reykjanesvita væri
postulinsjörð og voru Englendingar eitthvað i þingum um
að vinna hana, þó ekkert yrði úr2). í>á þóttust menn
einn-ig hafa fundið bóraks i hveravatni við Krisuvík og komst
enskt félag á stofn til að vinna að honum, en þegar til kom,
fanst efnið ekki, sem verið var að leita að. Svört leðja i
mýrum með járnblöndnum, rotnuðum jurtaleifum er kölluð
sorta, og var áður mikið notuð til litunar. Yið
brenni-steinsnámur eru viða skorpur af járnálúni (halotrichit) og
allmikið af gipsi; eftir gos sezt oft saimiak á
sprungu-barma i hraunum og stundum matarsait og klórjárn. Um
brennisteininn höfum vér áður talað.

Surtarbrandur er á stöku stað notaður til eldsneytis,
einkum á Vestfjörðum, honum fylgja stundum mókol í
mismunandi þykkum lögum; vanalega eru koialög þessi
mjög þunn og skiftast á við leirlög og grjótlög, en ófróðir
menn telja vanalega steinbrandinn með kolunum, en það
er svartur, harðnaður leir, sem oftast er á milli surtarbrands

r

og kolalaga. A stöku stað hafa kolalögin ummyndast i
»anthracit« á blettum, þar sem gangar hafa brotist gegnum
jarðlögin. Eigi allsjaldan villast menn á biksteini, og halda
að hann sé kol; steinn þessi er mjög svipaður kolum að
út-liti, en getur eðlilega ekki brunnið. A árunum 1882—83
voru tekin upp kol nákegt Hreðavatni, þau reyndust
all-brúkleg, en koianámið hætti fljótt aftur, þvi bæði var ilt
að ná þeim, þvi stálið hrundi jafnóðum niður yfir námuna
og svo var vegalengdin mikil frá bygð; kol þessi urðu þvi
dýrari en útlend kol úr kaupstað. Hreðavatnsnáman er i
gilbarmi, 1200 fet yfir sjó, í dalverpi norður og austur af
Vikrafelli; þar er lika surtarbrandur, og mislitur leir og

l) Landfræðissaga III, bls. 70, 76—77, 82. 0. Olavius: Oekon. Rejse
1780, bls. 565-66. N. Mohr: Forsög til en isl. Naturbistorie 1786,
bls. 287—292.

s) Víkverji I, 1873, bls. 151-152; 1874, bls. 49. Tíminn 11, bls. 23.

21

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0333.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free