- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
324

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

32-2

Steinaríki. 817

stykkjum eru talsvert gölluð, í sumum eru smásprungur,
svo í þeim sjást regnbogalitir; stundum sjást i þeim einsog
ótal gagnsæar nálar, stundum smágjörvar leirrákir,
stund-um eru gráleit ský innan i steininum, og er það kallað
grávefur, einstaka sinnum vatnsholur með loftbólum i, sem
hreyfast fram og aftur, eftir þvi sem steininum er hallað.
Sumir silfurbergssteinar eru glæir og gagnsæir að innan,
þótt utan á þeim sé móðuskán, og eru þeir þá oft settir
smáum oddum lítilla kalkkrystalla.

Siðan á miðri 17. öld hefir altaf verið við og við tekið
dálitið úr silfurbergsnámunni, en fyrst var farið að grafa
eftir silfurbergi að mun um 1850. 3?á var jörðin
Helgu-staðir að þriðjungi landsjóðseign, en 1879 keypti landsjóður
alla jörðina og námuna, og var náman unnin á
stjórnar-kostnað 1882 og við og við nokkur ár siðar, en svo var
náman seld á leigu. Stórir, reglulegir og gagnsæir
kryst-allar eru fágætastir og dýrastir og eru þeir seldir söfnum
og einstökum mönnum sem sýnisgripir; falleg smærri stykki,
gagnsæ og lýtalaus, eru notuð i verkfæri þau, sem fyr var
getið, en úrganginn er aðeins hægt að nota við kalkbrenslu,
sódavatnstilbúning og þesskonar, sem kolasýru þarf til1).

Yið Djúpafjörð i Gufudalssókn er að vestanverðu i
fjallshlið allmikið af kalki og silfurbergi i sprungum og
rifum i blágrýti. I aðalsprunguna hefir vatn i fyrndinni
hlaðið leystum steinefnum og er þar mest af kalki og
nokkuð af silfurbergs-skáteningum, sem eru 3—5 þuml. að
þvermáli hinir stærstu. A milli silfurbergskrystallanna eru
viða lög og kransar af desminum, alveg einsog i
Helgu-staðanámu. Stefnan á þessum kalkspat-gangi er nærri frá
norðri til suðurs, lítið eitt hallandi til vesturs; er hann
sumstaðar einsog samtvinnaðar margar smásprungur og

’) Um silfurbergsnámurnar heíi eg ritað sórstaka ritgjörð með
uppdráttum: Nogle Bemærkninger om de islandske Findesteder for
Dobbeltspath (Geologiska Föreningens i Stockholm Förhandlingar,
XII, 1890, bls. 247-254). A þýzku í Himmel und Erde III, Berlin
1891, bls. 182—187. Sbr. Landfræðissaga IV, bls. 182. Andvari IX,
bls. 52-56; XIII, bls. 137—138.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0336.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free