- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
325

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Rauði.

325

sunduretnir blágrytiskaflar innanum kalkið, og ofan til
kvísl-ast úr honum smærri gangar; á einum stað ofarlega gengur
yfir hann þveran önnur sprunga full af kalki og
geislastein-um. Kalk þetta kemur neðst frarn í gilinu, 300 fet yfir sjó,
en gangurinn nær að öllum likindum þvers upp úr fjallinu
og er viðast 3—4 fet á þykt. Pegar ofar dregur, fer
aðal-sprungan að kvislast1). f^á kvað ennfrémur töluvert af
silfurbergi hafa fundist hjá Okrum á Mýrum.

Rauði (eða mýrajárn) er algengur i mýrum á íslandi,

það er járnryð mógult eða mórautt, gjallkent, gljúpt og

holótt. Rauði er oftast mjög óhreinn, blandaður leir, jurta-

efnum, fosforsöltum o. fl., hann myndast þar sem járn-

blendið vatn (með mýralá) verður fyrir áhrifum lofts og

jurtagróðurs. I fornöld og fram eftir miðöldum, þegar

verzlun og samgöngur enn voru á lágu stigi, varð almenn-

ingur á Norðurlöndum að hagnýta sér landsnytjar allar og

notuðu menn þá lika rauða til járnsmiða; járn þetta var þó

ekki gott, það var stundum stökt og stundum deigt, menn

vantaði kunnáttu og tæki til að losna við ýms innblönduð

efni. Til rauðablásturs þurfti mikinn eldivið og hafa rauða-

smiðjur eflaust stuðlað mjög að þvi að eyða skógum i
sum-t

um héruðum á Islandi. Rauðablástur var i fornöld algengur
um öll Norðurlönd og kunnáttan i þessari iðnaðargrein hefir
eflaust borist frá Noregi til Islands með landnámsmönnum;
þessi iðja hélst i Danmörku fram á 17. öld, og til skamms
tíma hafa bændur i afskektum héruðum i Svíþjóð og
Finn-landi unnið mýrajárn. I Landnámu er getið um Rauða-Björn
i Dalsmynni, og er sagt, að hann hafi fyrstur blásið rauða
á Islandi, og Ljótólfur á Ljótólfsstöðum er kallaður
járn-smiður2). Rauðablástur Skallagrims er alkunnur:
»Skalla-grimur var járnsmiður mikill ok hafði rauðablástr mikinn
á vetrum. Hann lét gera smiðju með sjónum mjök langt
út frá Borg, þar sem heitir Raufarnes (Rauðanes). Pótti

’) Olafur Olavius getur fyrstur lauslega um silfurbergið í
Djúpa-firði. Oekon. Rejse, bls. 573.

*) Landnáma. Rvík 1891, bls. 57. 89.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0337.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free