- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
326

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

32-2 Steinaríki.

honum skógar þar ekki fjarlægir«. Mælt er að
Skalla-grímur hafi kafað í sjó nærri Miðfjarðareyjum og haft upp
með sér stein mikinn, sem hann síðar notaði sem rekstein
»ok lúði þar síðan járn sín«. Smiðatól hans voru síðar

r

lögð í haug með honum1). I Yatnsfirði á Barðaströnd er
mælt að séu rústir af rauðasmiðju Gests Oddleifssonar2), og
á mörgum öðrum stöðum hafa fundist menjar af
rauða-smiðjum, kolaaska, gjall og járnbútar, þannig t. d. við
Al-viðru í Ölfusi, á Saurum í fórsnesi og i Ljárskógum, þar
fanst líka stór smiðjutöng3). í Konungsskuggsjá er talað
um rauða á Islandi og getið munnmælasögu um
rauða-undur, að rauði hverfi úr jörðu, þegar til hans á að taka4).
Pað er fjárlag 1280, að átta fjórðungar blástursjárns eru
taldir á 5 aura5). Blástursjárn var það kallað, sem fyrst
rann saman í hnött eða hellu fyrir afli rauðasmiðjunnar,
og var lika kallað ásmundarjárn6). Rauðasmiðjur hafa enn

r

verið til á nokkrum stærri býlum fram á miðja 15. öld. A
Grenjaðarstað er 1406 talin »rauðasmiðja at öllu«, þegar
Porleifur Arnason slepti staðnum og Rafn Guðmundsson
tók við, og 1446 er á búi Guðmundar Arasonar ríka á
Brjámslæk »rauðasmiðja stór með öllum tólum og önnur
smiðja minni«7).

x) Egla, Rvík 1892, bls. 77-78, 175. Árbók fornleifaf. 1886, bls.
13—16. K. Eaaluvd: Hist. top. Beskr. af Island I, bls. 378-379.
Sóknarlýsing Borgar, 1873.

2) E. Olafsson: Rejse gjennem Island I, bls. 407—408. Eggert
Olafsson (bls. 663) getur líka um forna rauðasmiðju hjá Hálsi í
Fnjóskadal og lionum var sagt að fyrir 200 árum hefði i Kelduhverfi
búið norskur maður, sem fékst við járngerð af rauða til
heimilis-briikunar.

s) Árb. fornleiíáf. 1882, bls. 72, 79, 100. í sóknarlýsingu
Kirkju-bæjar í Hróarstungu 1839 er þess getið, að þar sjáist hér og hvar
rústir af fornum rauðasmiðjum. Olafur Oiavius getur um leifar af
rauðasmiðju nærri Dalatá norður af Fljótum (Oekon. Rejse, bls. 260).

4) Konungsskuggsjá, Kristiania 1848, bls. 37.

6) Dipl. Island. II, bls. 169. Jónsbók, útg. Ól. H., Kmh. 1904, bls. 215.

6) Páll Vídalín: Fornyrði lögbókar, bls. 97.

7) Dipl. Island. III, bls. 711; IV, bls. 689.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0338.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free