- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
332

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

332

Yeðráttuí’ar.

og vindar af heitu og köldu hafi, sem eru í stöðugri bar-

t

áttu, svo af því verður veðrátta á Islandi mjög óstöðug og
rosasöm, þó hafa volgu sævarföllin og hlýju vindarnir oftar
yfirhönd.

Loftþyngdarmælirinn er á íslandi á stöðugri hreyfingu

upp og niður, og breytingar á loftþyngd eru varla nein-

staðar jafnsnöggar og miklar. A 28 árum hefir loftþyngdar-

mælirinn i Reykjavik hæst komist komist upp i 789 mm..

og verið niðri á 697 mm. við sævarmál1). Yfirleitt stendur

loftvogin lægra á Islandi við sævarmál en i flestum öðrum

löndum. Fyrst þegar athuganir um loftþyngd voru gerðar
t

á Islandi, ætluðu menn varla að trúa þvi, en við nánari
tilraunir sást, að loftþyngdin var eigi aðeins minni en
menn höfðu búist við, heldur breytilegri en i öðrum
lönd-um, hinar daglegu breytingar voru meiri i Reykjavik en i
Danmörku2) og óreglan á meðaltölum ára og mánaða enn
þá meiri3). Hér með fylgir (bls. 330—331) tafia (I) yfir
loft-þrýsting á 4 aðalstöðvum við strendur Islands á árunum
1872—1906. Millimetratalan yfir 700, færð til 0° þyngdar
við 45° br. st. og sævarborðs.

Vindar. Hinar miklu loftþyngdarbreytingar hljóta að
leiða af sér mikil hvassviðri, rosa og áttabreytingar.
Lág-markasvæðin eru á sifeldri rás fram með Islandi,
eink-um fyrir sunnan land fjær og nær. A hreyfingu sinni frá
vestri til austurs orsaka þau á Islandi stöðuga vindsnúninga
mót sólu frá suðaustri eða suðri til austurs og norðurs, en
sum lágmarkasvæðin hreyfast að sunnan upp i gegnum
Græn-landshaf fyrir norðan ísland og framleiða vindsnúninga með
sólu frá suðaustri til suðurs, suðvesturs og vesturs.
Aðal-afieiðingarnar af hringsnúningum vindanna kringum ísland

t

’) A Stykkishólmi hefir loftþrýsting á 33 árum hvarflað frá 789.1
til 700.3; á Vestmanneyjum á 29 árum frá 789 til 699.2; á Berutirði á
34 árum frá 788.7 til 704.9; á Akureyri á 33 árum frá 789 til 705.7.

2) Mag. Pedersen: Undersögelse over Barometrets daglige
Middel-oscillation paa Island (Oversigt over Vidensk. Selsk. Forhandl. 1845v
bls. 65- 69).

8) Landfræðissaga IV, bls. 135—136.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0344.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free