- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
335

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Vindar.

335

hörkufrosti i nóvembermánuði i 4 dægur, þá urðu miklir
fjárskaðar viða um land og fuglar fuku til jarðar og
væng-brotnuðu, rjúpur og hrafnar1). 1658 kom svo mikill
storm-ur með regni á suðvestan 13. janúar, að sperrur brotnuðu
af klukknaporti á Hólum; á Pálsgerði í Höfðahverfi ætlaði
bóndi með tveim sonum og stúlku að bjarga lieyi sinu, en
veðrið kastaði öilum niður af heytorfinu, svo bóndi rotaðist
til dauðs. en annar sonurinn handleggsbrotnaði og stúlkan
særðist nokkuð2). 16 59 fauk kirkjan á Bæ á Rauðasandi
og 10 bæjarhús. 1673 tók stórviðri á þrettánda 18 faðma
langa brennisteinsbúð á Húsavik. 1683 kom stórviðri mikið
á föstudaginn seinast í Góu, sem menn á Vesturlandi
köll-uðu Tyrkjabyl. 16 90 kom á Pálsmessu ógurleg stormhrið
á landsunnan, frostlaus og fjúklaus, og mundu menn eigi
aðra jafnharða, þá lamdist i henni til bana bóndi,
skóla-genginn og auðugur, Arngrímur Eilífsson í Kalmanstungu,
en Olaf Pétursson, bónda á Þorvaldsstöðum hrakti á fljótið
út og druknaði, bóndinn á Hallkelsstöðum kom heim ómála
og máttdreginn mjög, hafði hann skriðið lengi; þá lamdi
börk af skógartrjám viða3). 1 706. Næstu nótt fyrir
föstu-dag næstan eftir þrettánda kom stórkostlegt veður af
út-suðri og gjörði skaða mikinn á húsum, heyjum og skipum
viða um land. í Porlákshöfn og þaðan vestur til Akraness
braut veðrið og lesti 100 skip, 25 kringum Eyjafjörð og 11
i Olafsfirði. Sumir telja að 300 smá og stór skip hafi
brotn-að frá Þjórsárósi til Hvítáróss og auk þess mörg sunnar og
austar og undir Jökli, en ekki var orð gjört á að veðrið
hefði gjört skaða á Vestfjörðum. Kirkjuna á Munkaþverá
tók veðrið alt að bitum, fram að prédikunarstól, og miðhlut
úr kirkju að Möðruvöllum i Eyjafirði, kirkjan á
Grenjaðar-stað gekk mjög til, svo setja varð stoðir við hana4). í*á var
kallaður vindskaðavetur. Hinn 28. október 1718 kom mikið

’) Annálar Björns á Skarðsá II, bls. 222.
s) Annálar Gunnlaugs Porsteinssonar, Lbs. 158, 4°.
s) Árb. Esp. VIII, bls. 24.

*) Árb. Esp. VIII, bls 97.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0347.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free