- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
337

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Vindar.

337

t. d. stundum af jöklum á Grænlandi niður i bygðir á
vest-urströndu, svo hiti hækkar þar um hávetur skyndilega um
10—25°. Fjallavindar þessir, sem þó hafa afarmikla
þýð-ingu, eru enn lítt rannsakaðh á Islandi, hið eina sem um
þá hefir verið ritað, er ritgjörð eftir N. Hoffmeyer, hinn
danska veðurfræðing1); hann ljsir þar itarlega
Föhn-vindunum, sem gengu yfir Island 18.—26. sept. 1877. Þá
daga var hvass og þur vindur af norðvestri á Papey og
Berufirði og jafnframt hækkaði hitinn úr 7—8° upp i 18—
20°, en það er á þvi svæði sjaldgæfur hiti, jafnvel um
hásumar. Pessa sömu daga var hvast útsynningsveður á
vesturströndu Islands með 12° hita og mikilli rigningu;
vindur þessi gekk yfir hálendið og stóð niður af Vatnajökli
á Austfirði sunnan til, hafði hann á því ferðalagi hitnað
um 6—8° og það samsvarar því, að hann hafi farið yfir
4—5000 feta hátt hálendi, og mist úr sér rakann á leiðinni.
Sveinn Pálsson getur þess lika, að hlákuvindar á
norðaust-an standi oft niður af Vatnajökli, en sunnanvindar af hafi
og útsynningar flytji með sér frost og fjúk2). Sæmundur
Holm segir: »Nær vindur er útnorðan um vetur og
stend-ur af Öræfajökli, þeyjar snjór á Hnappavöllum, þó alstaðar
sé frost annarsstaðar, og kallast það hnúkaþeyr«3). Af sömu
orsökum stafar það, að sunnanvindar, sem standa af öræfum
og jöklum, oft eru hlýrri á Norðurlandi en á Suðurlandi,
og hafa mikla þýðingu fyrir gróðurinn á vorin, þvi þeir
þiða snjó mjög fljótt. Einnig orsaka hlákur á vetrum
ýmis-legt jarðrask, ár og fjallalækir ólmast þá fremur venju og
bera fram aur og stórgrýti, isa leysir snögglega og jakarnir
berast langt upp á land, þeir bera og með sér grjót og raska
jarðvegi; þá losnar og um snjóhengjur og kletta til fjalla,
svo snjóflóð og skriður renna dynjandi niður i dalina.

N. Hoffmeyer: Vejrforholdene paa Island i Vinterhalvaaret 1877
—78 (Tidskrift for populær Fremstilling af Naturvidenskaben, 5.
Række, V. Bind, 1878, bls. 161-172).

2) De islandske Isbjærge § 15. Hdrs. Bmf.

3) Hdrs. Bmf. nr. 333, 4°.

22

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0349.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free