- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
338

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

338

Yeðráttuí’ar.

Smáir hvirfilbyljir eöa þyrilvindar, sem með miklum
hraða |)jóta yíir takmörkuð svæði, eru algengir i sumum
hóruðum á Islandi og sést j’firferð þeirra glögglega þar
sem sendið er, og eins þegar þeir þjóta út eftir fjörðum;
þeir soga upp í sig sandinn eða vatnið. Pegar þeir eru
mjög harðir og litlir um sig, geta þeir orðið að
sk)’strokk-iim, sem þó eru sjaldsénir á Islandi. I gcðu veðri sá eg
mikinn fjölda slikra hvirfilbylja á sléttunum við
Herðu-breiðarlindir sumarið 1884; alt i einu komu upp stólpar af
ryki, sem þutu i hring með miklum hraða og hjöðnuðu svo
alt i einu, en annars var veður kyrt og logn i kring.
Svip-aðir hviríilbyljir sjást við og við á söndum á Suðurlandi.
á Rangárvöllum, Mýrdalssandi og viðar; þeir eru einnig
algengir við Hvalfjörð, þjóta út fjörðinn og soga i sig
vatnið i háa stróka. Annars er sá fjörður alræmd
veðra-kista1), snöggir fellibyljir og rokveður eru þar algeng og
svo er viðar i þröngum fjörðum.

Loftliitinn á Islandi stendur i nánu hlutfalli við
sævar-hitann. Yér höfum i fyrsta kafia getið þess, að árshiti
sævar fyrir sunnan land er 6—7°, við Yestfirði og
Norður-land 4—5°, við Austfirði 3—4° og nyrðst við Austurland,
fyrir austan Langanes, 2—3°. Pessi sævarhiti orsakast af
straumunum, einsog fyr hefir verið greint, og svo hefir
sjórinn aftur áhrif á landið Meðalhiti alls Islands er um
árið 2^/a0, en þá er mest tekið tillit til strandlengjunnar,
þvi hitastig hálendisins i óbygðum hafa eigi verið könnuð;
meðalhiti alls landsins mun i raun réttri vera nokkuð minni,
liklega tæpar 2°. Mikill munur er á hitastigum hinna, ýmsu
landsfjórðunga einsog sést á yfirlitsskrá þeirri, sem hér fylgir.
Myndimar sýna þó enn betur með jafnhitalínum meðalhita
ársfjórðunga eftir 28 ára athugunum2). Meðalhiti vetrar er
á norður- og austurströndum Islands -f-l° til -t-^1/^0, meðal-

’) W. Sartorius von Walfershausen: I’hysisch-geogi-aphische Skizze
von Island, 1847, hls. 38 - 39. Ferðabók Eggerts Ólafssonar I, bls. 119.

2) I veðurfi-æðisbókum er árinu jafnan skift í ársfjórðunga, vetur
(desember—febriiar), vor (marz—maí), sumar (ji’mí — ágúst), haust (sept.
— nóv.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0350.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free