- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
344

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

344

Yeðráttuí’ar.

er með öðrum orðum, íslenzka sumarið er svo svalt, að það
er eiginlega ekkert sumar, þvi þann hita vantar oftast, sem
i öðrum löndum þroskar korntegundir og tréávexti;
hásum-arið á Islandi er að jafnaði svipað svölu vori í Danmörku.
Hæstu mánaðar-meðalhitar (í júli og ágúst) eru við strendur
Islands 11—13°, einsog mildur mai eða svalur september i
Kaupmannahöfn. Petta er þó sem betur fer ekki algild
regla fyrir alt land, meiri sumarhiti kemur með köflum
þegar nokkuð dregur frá sjó, einkum i þröngum dölum, en
hæstu og lægstu hitastig og meðalverð mánaða hafa enn
litt verið rannsökuð nema við sjóarsiðuna. Hinn beini
sólarhiti hefir heldur ekki verið rannsakaður (Insolation) og
svo verður ennfremur að taka tillit til þess. að á svo norð-

lægum breiddarstigum hefir lengd dagsins afarmikil áhrif á

i

þroskun jurtagróðursins; nyrðst á Islandi er um hásumar
nærri eintómur dagur.

Sæveður og kuldanepjur frá sjó orsaka kyrking i
jarðar-gróðri og skógarvexti, ekki sízt þegar kaldranalegar
isa-þokur liggja lengi við land. I mörgum héruðum á Islandi
geta skógar ekki þróast nema alllangt frá sjó, uppi i
döl-um þar sem skjól er og sumarhiti. Særokið nær lika víða
upp i sveitir og ber með sér sævarseltu alllangt inn i land1).
Mestur hiti, sem athugaður hefir verið á Berufirði var 26.3°r
i Grimsey 26.2°, í Stykkishólmi 22.9°, á Yestmannaeyjum
21.2°, en nokkuð hærri hitastig liafa verið athuguð uppi í
landi (27°—28°j2). Mest frost á Berufirði var -r-23.1°, i
Yest-mannaeyjum -^20 9°, i Stykkishólmi -^-26°, i Grimsey3) -r-30°.

R. Bunsen: Auszug eiues Schreibens an J. J. Berzelius. Marbui-g
1846, bls. 6-7.

2) Hinn 17. ágúst 1876, kl. 2, mældi eg ST1/^0 hita í Ljósavatnsskarði
í skugganum.

3) IJessar tölur eru f’rá frostavetrinum 1880—81 og við
frostupp-hæðina í Grímsey er það að athuga, að þá var þar ekkert
„maximum-thermometer" og þetta 30° frost var mælt á degi. Hinn sama vetur
var nokkra daga 32—36° frost á Möðruvöllum i Hörgárdal snemma
morguns.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0356.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free