- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
360

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

360

Yeðráttuí’ar.

suður á Bakka, því ekki sá til neinnar þúfuc1). 1633 var
kallaður »hvíti vetur«, þá var hið harðasta árferði, fólk
komst ekki til kirkju og ekki að sjó fyrir ófærðum, menn
komust varla milli fjárhúsa og bæja og sumstaðar fenti

r

fjárhús svo þau fundust eigi. A Kjalarnesi fenti 100 hesta
og ein 7 hross lifðu eftir í Skálholti. Þá féllu 1200 kýr frá
Borgarfirði austur að Rangá. I annari viku þorra kom svo
mikið snjófail að hesta kaffenti á siéttum velli og enginn
maður mundi slikt snjófall. Þá fenti bæ vestur á Ströndum,
svo ekki fanst fyr en um vorið og var alt fólkið andvana
inni2). 1648 var kallaður gierungsvetur eða roliuvetur, þá
féll svo djúpur snjór 5. dag jóla, að hestum varð kafhlaup
á siéttu og hinn 21. april kom um Suðurnes og Kjós,
utan-vert Akranes og Melasveit, og eigi viðar, snjór svo mikill,
að tók mönnum i mitti3). 1 6 86 kom um miðjan vetur 5
daga drifa i Borgarfirði og Þingvallasveit, svo hross fenti
á sléttu og var mæld 3 álna þykt snjóarins á sléttum velli,
»komust menn eigi til fjárhúsa nema skriðandi«4).
Yetur-inn 1696 var kallaður hestabani, þá kom fjúk um vorið
12. júni og svo mikill snjór, að fjölda fjár fenti á
Norður-landi og varð að moka fyrir nautum. Mánudaginn i 3. viku
góu árið 1701 féll svo mikill lognsnjór fyrir vestan Kvislir
i Húnavatnssýslu, að á þriðjudagsmorguninn óðu menn þar i
geirvörtu, sem á sunnudagskvöldið var bláis snjólaus. 17 40
kom mikill snjór um alt Suðurland i 12. viku sumars. 17 56
voru oft hörkufrost og snjóar á Norðurlandi i júli og ágúst
og 26. júlí kom álnar djúpur snjór. fá varð eigi farið að slá
fyr en 25. ágúst vegna snjóa5). 17 61 gerði nyrðra i ágúst
mánaðar hret með kaföldum og fönnum, sem aldrei leysti
aftur upp um haustið, á Yatnsnesi og Ströndum varð þá
að gefa kúm inni.

’) Safn til’sögu íslaiuls I, bls. 111, 117.

2) Annálar Björns á Skarðsá II, ols. 170—180. Arbækur Espólíns
VI, bls. 66-67.

3) Fitjaannáll.

*) Hestsannáll. Árb. Esp. VIII, 12.

6) Ferðabók Eggerts Olafssonar II, bls. 645.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0372.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free