- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
363

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eldingar.

363

20 skruggur með eldingum og áköfu regni1). 1 7 69 urðu í
Beruvik undir Jökli 6 hestar fyrir reiðarslagi og fórust
allir2). 1 77 9 var getið um miklar skruggur og hagl í
Skaftafellssýslu3). 1818 gengu eftir nýár rosar miklir i
Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslu með tiðum þrumum og
eldingum4). Jóladaginn 1838 var stórkostlegt illviðri, svo
messufall varð svo sýslum skifti, þá gengu þrumur og
eld-ingar svo undrum gegndi og ofanfall að því skapi5).
Ná-lægt 1843 sló eldi niður i kot i Landeyjum og varð barni
að bana6). Aftur sló mörgum eldingum niður í Landeyjum
i miklum landsyianings skrugguveðrum. sem gengu víða á
Suðurlandi á jólaföstu miðri 1858 og varð skemd á bæ á
Kálfsstöðum og elding sló til jarðar tvo ríðandi menn, sem
voru á ferð i Vestur-Landeyjum og grandaði eldingin
öðr-um, en hinn leið i ómegin, en raknaði þó við aftur; báðir
hestarnir drápust7). Hinn 30. júni 1864 braut þrumuveður
nýbygða timburkirkju á Skorrastað eystra8). Hinn 17. marz
1865 varð Jóhannes Olsen útvegsbóndi úr Reykjavík með
9 hásetum fyrir reiðarslagi á Auðnum á Vatnsleysuströnd,
varpaði öllum til jarðar í ómegin, þrir dóu, en flestir
meidd-ust eitthvað og sumir biðu þess aldrei bætur9). S. á. 24.
september reif þrumueldur þak af fjárhúsi á Læk í
Mela-sveit og drap hest10). 1863 fundust 5 hross drepin og
beinbrotin á hörðum hjarnskafli, nærri Bergstöðum á
Vatns-nesi, og héldu menn að þruma eða skýstrokkur hefði
grand-að þeim11). Aldrei er loft jafnrafmagnað einsog meðan
ösku-fall er frá eldgosum, þá drynur alt himinhvolfið af þrumum,

») Grímsstaðaannáll. Ny kgl. Saml. 1263, Fol.

2) Yatnsfjarðarannáll jmgri. Hdrs. J. S. 39, Fol.

3) Sæmundur M. Holm. Hdrs. Bókmf. 333, 4°.

4) Klausturpóstur I, bls. 64.

5) Fjölnir Y, 2, bls. 8.

6) Lýsing Landeyja prestakalls 1873. Hdrs. Bókmf.

7) Pjóðólfur XI, bls. 35.

8) Pjóðólfur XVII, bls. 29.

9) ítarleg frásaga í fjóðólfi XVII, bls. 79-80. 83.

10) fjóðólfur XVIII, bls. 1.

") Pjóðólfur XV, bls. 78. Norðanfari II, bls. 31-32.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0375.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free