- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
364

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

364

Yeðráttuí’ar.

og eldingaruar kvislast gegnum loftið i allar áttir, slær þeim
þá oft niður i kletta og verða eftir gleruð göt og pipur;
hrævareldar brenna þá á stafbroddum og uppréttum fingrum
og jafnvel á klæðum manna; þetta sást vel í öskusveitum
á Austurlandi 1875. þegar Askja gaus.

Af þvi Island liggur svo norðarlega á hnettinum. er
pólslxekkja segulnálar mikil, en það er breytileg stærð, af
því segulskautið er hreyfanlegt. Halli segulnálar er nú á
Islandi \áðast 30—35° til vesturs, en smáminkar hér um bil
um 8—10 minútur á ári. Með þvi að agnir af seguljárni eru
algengar i islenzkum bergtegundum og mismunandi mikið af
þeim á hverjum stað, þá er kompásinn eigi alstaðar áreið-

anlegur. Nærri ströndum
hefir landið sumstaðar,
einkum sunnantil á
Aust-fjörðum og við
Dyrhóla-ey, nokkuð villandi áhrif
á segulnálina, þó sjaldan
muni það miklu. Milli
Mánáreyja og Tjörness
geta sjómenn ekki reitt
sig á áttavitann, einnig er
hann oft dálitið skakkur
við Rauðagnúp á Sléttu,
við Málmey og Drangey á Skagafirði, við Reykjarfjörð á
Ströndum. sumstaðar á Húnaiióa og á nokkrum öðrum
stöðum. Sumstaðar uppi i landi, bæði i sveitum og
öræf-um, er kompásinn skakkur, einkum i eldbrunnum héruðum;
þó ringlast hann vanalega aðeins á litlum blettum, en er
alveg réttur hringinn i kring1).

Norðurljós eru mjög algeng á Islandi sem kunnugt er.
A belti kringum segulskaut jarðar eru norðurljós tiðust, en
fækka fyrir "norðan og sunnan; þetta norðurljósabelti
geng-ur yfir Island. Norðurljósin koma á íslandi fram i mörgum

134. m^’nd. Pólskekkja segulnálar
á Islandi árið 1905.

’) Um rannsóknir á segulmagni jarðar, sem gerðar hafa verið á
Islandi fyr og síðar, er getið í Landfræðissögu Islands IV. bls. 140.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0376.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free