- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
366

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

366

Yeðráttuí’ar.

Ýmsar loftsjónir. Hyllingar eða tíðbrá, sem kemur af
mismunandi upphitun loftlaganna yfir flatneskjunum
eink-um á söndum1) eru algengar sumstaðar á Islandi, bæði i
sveitum, einkum á Rangárvöllum, i Landeyjum, undir
Eyja-fjöllum og í Skaftafellssýslum og viðar, og lika uppi á
há-lendi, t. d. á flatneskjunum við Herðubreið. Upphyllingar
þessar verða i góðu veðri og kyrru þegar sólarhiti er mikill,
sýnast þá i titrandi sólbrá takmarkalausir vatnsfletir á
slétt-unni með hólmum og húsum, mönnum og skepnum, þó þar
sé ekkert nema gróðurlausir sandar; fjarlægar tjarnir og
kvíslir hyllir uppi og stórir einstakir steinar og klettar
sýn-ast eins og hús og hestar, en alt er ógreinilegt og bráðnar
saman fyrir auganu i tíðbránni, sem altaf er á iði.

Rosabaugar um sól og tungl, aukasólir og aukatungl
sjást oft á íslandi einsog i öðrum norrænum löndum. Þetta
myndast af ljósbroti á smáum snjókrystöllum i loftinu og
geta þessi fyrirbrigði verið margbreytileg, en þó eftir
föst-um reglum, enda hafa þau lika ýms nöfn á íslenzku eftir
þvi hvernig þeim er farið. t. d. rosabaugar, sólhringar,
hjá-sóiir eða sólarsveiuar, hjálmbönd, sól í úlfakreppu,
veður-hjálmur o. fl., gýll og úlfur ganga á undan og eftir sólu.
I gamla daga tóku menn mark á þessu um veðráttufar, sem
segir i Atla: »sjaldan er gýll fyrir góðu, nema úlfur eftir
renni. Margir úlfar kringum sól, rauðgrænir að lit, boða
stórviðri með hreggi eða kafaldi eftir ársins tima. Skær
og fagur hringur kringum sólina um miðdegi i björtu veðri
og standa úlfar skærir sem ljós í þeim hringi, sólin lika skær
innan i hringnum, þýðir ætið veðráttu góða og mjúka. Sólir
þrjár i austri, árla sénar, boða. kalt veður, en i vestri á
kvöld-um blíðviðri. Veðrahjálmur kallast, þegar tveir hringar eru
um sólina, hvor utan yfir öðrum, og viða úlfar i þeim hringum,
hvitir, veit á kalt þráviðri um hríð, og stundum til lang-

Hér yrði altof langt ínál að skýra nákvæmlega frá orsökum
þeirra fyrirhrigða, sem nefnd eru í þessum kafla, og verð eg í því
efni að vísa til almennra fræðibóka í veðurfræði og eðlisfræði. Sbr.
Eðlisfræði J. G. Fischers.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0378.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free