- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
368

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

368

Yeðráttuí’ar.

var þá veður kyrt og andaði lítið sunnan1). Sást nokkuð til
þeirra einnig á þriðja daginn, voru hærra á lofti en önnur
ský, þau sáust syðra og um alt Island fyrir jól og eftir«2).
1682, 11. nóvember, varð stórviðri mikið af suðri úr bliða
logni og bezta veðri, en þann morgun var himininn með
svo undramiklum roða, svo sjórinn tók lit af og var að sjá
sem gljáandi eir«3). 1683 »sáu sjómenn i Eyrardal i
Alfta-firði á loftinu í norðvestur, svosem norðurljós i fyrstu, en
varð siðan með svo miklum roðma ofan á sjóinn þar
gagn-vart norður undan, svo þeim sjndist sjórinn sem dökt blóð
til að sjá með stórum blóðlifrum, hvað að þeim sýndist vera
alt þar til i land komu. Fyrir jól sáu sjómenn nokkra morgna
i mistri (austri) bjart ský«4). 1701 sáust viða um Borgarfjörð
ský á lofti ýmislega lit i landsuðri, suðurs- og útsuðurs
átt-um, oftast um kvöld; voru sum með bláum lit, sum með
gulgrænum, sum með rósrauðum og sum með blóðrauðum
lit og blóðrauðum oftast; ekki vöruðu þau lengi í hvert sinn
og hurfu þau stundum snögglega, en stundum drógust þau
af smámsaman. Siðan jól sáust þau og oftast á þorra og
öndverðri góu og svo fram að sumarmálum5). Veturinn
1737—38 sást óvanalegur roði á himni um alt Island bæði
i dimmu og heiðskýru veðri um dagsetur og svo fram eftir
nóttunni og eru til bréf margra manna um þessi fyrirbrigði,
sem mörgum stóð þá mikil ógn af og héldu boðaði styrjöld
og blóðsúthellingu. Skúli Magnússon landfógeti, sem þá
var sýslumaður i Skaftafellssýslu, segir, að roði þessi hafi
sézt bæði eftir rökkur, um miðnætti og f^^rir afturelding.
Roðinn var dimmri en kveldroði og varaði sjaldan lengur
en þrjár klukkustundir, hann gekk vanalega upp frá hafi
og dreifðist um himininn án nokkurrar sterkrar hreyfingar

t i
’) 1 sóknarlýsingu Hofs í Alftafirði 1840 er sagt að ský, sem lýsa

með ýmsum litum, séu þar kölluð veöurvitaský; ísaský eru þar líka

nefnd, „þau lýsa með ljósum lit og eru sem vindskaíin".

2) Annáll Gunnlaugs forsteinssonar.

s) Svarfaðardalsannáll.

*) Safn til sögu Íslands IV, bls. 179.

B) Aldarfarsbók Páls Vídalíns. Rvík 1904, bls. 5-6.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0380.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free