- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
371

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

371 Yeðráttuí’ar.



í’aö er kunnugt að oft getur verið lygnt og skafheiðrikt
með sólskini norður á Arnarvatnsheiði og Sandi, þegar
stór-viðrisrigningar á landsunnan ganga fyrir sunnan Kaldadal,
og segja menn þá að veður skiftist um Langahrygg. Aftur
leggur oft mikla þokubrælu norðan af Húnafióa upp yfir
Tvidægru og x\.rnarvatnsheiði, þegar sólskin og bjartviðri
er syðra. Eins skiftast oft veður um fjallgarða i bygðum,
t. d. á Snæfellsnesi, Reykjanesi og viðar.

2. Árferði.

A hinum fyrri timabilum jarðsögunnar hefir loftslag á

Islandi verið alt annað en nú, jarðmyndanir bera þess merki,

einsog fyr hefir verið getið i jarðfræðiskaflanum. A miocene-

timanum hefir að öllum likindum verið svipaður hiti einsog

t

nú er á Norður-Italíu eða sunnan til um mið Bandaríkin.
það sýna skógarleifar þær, sem fundist hafa í
surtarbrand-inum. A pliocene-timanum var smátt og smátt að kólna,
unz ísöldin færðist yfir og reyrði alt landið klakadróma.
Um orsakir þessara miklu loftslagsbreytinga hafa menn
skapað sér ýmsar hugmyndir og tilgátur, sem hér er eigi
hægt að greina, en allar þessar ágizkanir svifa enn í lausu
lofti og er litið hægt að byggja á flestum þeirra. Með
öðr-um orðum, menn vita enn ekki neitt með vissu um orsakir
þessara loftslagsfyrirbrigða á hinum fyrri jarðöldum.

Pað er aftur á móti hægt að segja það með vissu, að
siðan íslancl bygðist hafa engar verulegar breytingar orðið
á loftslagi og árferði. Sögur og annálar sýna það
glögg-lega, að góðæri og harðæri hafa í fornöld einsog nú skifzt
á með löngum og stuttum köfium; hafis rak þá sem síðar
við og við að landinu, jöklarnir og jökulárnar voru með
sama lagi, öræfin voru hin sömu og gróðurinn lika, þó
hann hafi breyzt dálitið af fjárbeit og manna völdum.

Þegar Flóki Vilgerðarson (um 865) hafði vetrarsetu í
Vatnsfirði á Barðaströnd, var hart árferði og kalt vor, svo
kvikfó hans dó, og þá voru lika hafísar við land. Helgi

24*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0383.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free