- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
376

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

376

At-ferði.

1151, 1152, 1172, 1181, 1192 o. s. frv. 1184 var hallæri
mikið,1) og 1186 er kallaður fellivetur, grasleysi mikið og
óáran,2) en veturinn 1187 er kallaður nautadauðavetur,
virð-ist þau ár hafa verið harðindakafli. 1192 dóu i
Norðlend-ingafjórðungi af sótt og sulti 20 hundruð manna frá
vetur-nóttum til fardaga,3) og 1197 var óöld mikil og isalög og
næsta vetur »hallæri mikit til kostar ok vatnavextir miklir
um alt land«,4) og hélst óáran þessi fram yfir aldamótin.

r r

Arið 1200 er sagt: »A þessum timum lágu á mönnum
liriðir miklar ok veðrátta köld, horfði ráð manna til hins
mesta voða ok hallæris, gekk þat um alt Island«.5) 1202
var frostavetur og 1203 »bfsna sumar«. lágu isar við

land á Mariumessu hina fyrri, svá ekki fekkst tilgangs af
sia i Saurbæ, gengu 30 manna or Flatey til lands á isi fyrir
Seljumannamessu«.6) Um harðindin næsta vetur á eftir er
getið i Guðmundarsögu, þar segir svo: ^Pann fyrsta vetr
sem herra Guðmundr sat heima at Hólum, lagðist með
guðs dómi svá grátlig hörmung ok hallæri yfir fólkit, at
fyrir þrot bóndans hnigu fátækir menn niður af sulti svá
hundruðum skifti i einum samt norðanlandsfjórðungi«. I
Pálssögu er þess lika getið, að þá þrengdi að mönnum
óáran »ok biluðu mönnum sáð ok sæföng, ok vel flestr
vetrar viðbúnaðr, ok rostaðist af þvi forlag fénaðarins fyrst,
ok siðan manna«.7) Sumarið 1225 var ilt og votviðrasamt
og sumarið 1226 er kallað rotusumar hið mikla og sagt ilt
og vandræðasamt.8) Yeturinn eftir var fellivetur mikill; þá
dó hundrað nauta fyrir Snorra Sturlusyni í Svignaskarði;
þá sendi Snorri son sinn Jón murta á Þingnesþing við sjö-

’) Sturlunga (Oxf.) I. bls. 127.

2) Sturlunga I, bls. 104, 196. ísl. ann. (1888), bls. 119.

s) ísl. ann., bls. 61, 120, 180, 324, 477.

4) Biskupasögur I, bls. 114, 119, 122, 123. Sturlunga I, bls. 110, 156.

6) Biskupasögur I, bls. 184.

8) Isl. ann. (1888), bls. 62.

7) Biskupasögur II, bls. 56; I, bls. 137.

8) Sturlunga I, bls. 272. Biskupasögur I, bls. 546. ísl. ann., bls.
127, 186.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0388.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free