- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
377

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Arferði. 378

378

unda mann og höfðu þeir einn hest.1) Næsta vetur þar á

eftir var manndauði mikill af sótt og sulti.2) 1233 var

harður vetur og illur, »jökulvetur hinn mikli«, og hafisar

alt sumarið.3) 1251 hallæri mikið og vetrarriki, ilt til matar

og heyja.4) 1258 var veðrátta svo ill, að menn vissu eigi

dæmi til að jafnhart vor væri, þá var sóttin mikla i Mið-

firði, sem drap 400 manns þar og i næstu sveitum.5) 1259

t

snjófall mikið og hallæri. 1261 hafis umhverfis Island, vetur
mikill og felclu menn mjög fé sitt.6)

Af þvi sem hér hefir verið greint frá árferði á
þjóð-veldistimanum, er það augljóst, að veðráttufar hefir þá ekki
verið betra en síðar. Hafisar liggja oft við land, menn fella
fénað sinn hrönnum og stundum deyja menn úr sulti
hundr-uðum saman, og jafnvel svo þúsundum skiftir einsog 1192,
þegar 20 hundruð manna dóu i Norðlendingafjórðungi frá
veturnóttum til fardaga af sótt og sulti. Hugmyndir manna
um vellíðan islenzkrar alþýðu á þjóðveldistímanum eru
ekkert annað en öfgar og skáldaýkjur; sögurnar lýsa
að-eins höfðingja og rikismanna heimilum, en geta sjaldan um
hag alþýðunnar, sem oft hefir verið bágborinn, jafnvel á
sjálfri gullöldinni; en fólk var þá rojög lítilþægt og gerði
sér alt að góðu, svo lif efnaðra bænda á þeim timum muncli
nú þykja hið mesta hundalíf. A 12. og 13. öld er
efna-hagnum mjög farið að hnigna og þá eru almúgamenn
hundruðum saman komnir i vesöld og á vergang, einsog
vel sést af Biskupasögum. í>á áttu menn líka að búa við
liina örgustu óstjórn og harðstjórn miskunarlausra og
sið-spiltra stórbokka og voru aldrei óhultir um lif sitt eða
fjár-muni. Hvaða skoðun sem menn hafa á viðburðunum 1262,
þá munu fiestir verða að játa, að það hlýtur að hafa verið

») Sturlunga I, bls. 275.

2) Biskupasögur I, bls. 548. Isl. ann., bls. 127.

3) Sturlunga I, bls. 315, 318. ísl. ann., bls. 187.

4) Sturlunga II, bls. 93.

5) Sturlunga II, bls. 251. ísl. ann., bls, 27, 192, 257, 330.

6) ísl. ann., bls. 27, 67, 134, 193. Sturlunga II, bls. 259. Dipl. Isl.
VIII, bls. 1—2.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0389.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free